Skírnir - 01.04.2015, Page 250
Sérstaða Guttorms felst til dæmis í því að hann gefur lítið fyrir
hefðbundna leikbyggingu og raunsæilega tilsvaratækni, tilfinninga-
lega sálfræðikönnun, sannferðugar mannlýsingar eða yfirleitt flest
tiltekin og algeng fagurfræðileg viðmið í leikskáldskap Evrópu og
Bandaríkjanna fyrir og um aldamótin 1900. Persónur Guttorms eru
táknlegar, tími og rúm þjóna aðeins grunnhugsun verksins, óháð
allri hefðbundinni veruleikalíkingu. Höfundur nálgast viðfangsefni
sín vitsmunalega en tekst um leið að skapa seiðandi andrúm sem fer
yfir mörk hins skilvitlega.
Flestar stílstefnur fæða af sér andstæður sínar. Þannig fór að örla
talsvert á táknsæi í síðari leikritum Henriks Ibsen þó að enn stæðu
á raunsæisgrunni, allt frá Villiöndinni aðNår vi döde vågner (Þegar
hinir dánu vakna). Sama máli gegndi um annað höfuðskáld sem
byrjaði undir merkjum natúralismans, Gerhard Hauptmann, en
snerist upp úr 1890 til nýs stílsmáta og symbólískari.
Andófið gegn veruleikalíkingunni á sviðinu fann sér ýmsa farvegi
Þar er fyrst til að nefna svokallaða nýrómantík sem einkum fólst í
því að persónunum leyfðist að tala í blómguðum og ljóðrænum stíl
og með dæmisögum. Efnið var síðan gjarnan sótt til fjarlægra landa
eða fjarlægra tíma. Verk Jóhanns Sigurjónssonar hjá okkur hafa oft-
legast verið flokkuð sem dæmi um þessa „nýrómantík“.
Í annan stað sagt eru svo verk sem kölluð hafa verið symbólísk
eða táknsæisstefnuleg og impressíónísk, en impression er eitt af þeim
hugtökum sem leikskáldið Guðmundur Kamban þýddi og vildi
kalla áskyn. Þar var leitast við að lýsa þeim hugblæ sem jafnvel stutt
upplifun skildi eftir sig. Það var stemningin og hið innra líf sem átti
að þjóna listagyðjunni betur en lýsing á ytra borð hlutanna. Skáld-
skapurinn skyldi leysast úr viðjum hins hlutbundna natúralisma.
Hér vatnaði oft á milli og eins voru tákngildin víða í verkum ný róm-
antíkeranna, enda þeir til dæmis kallaðir symbólistar í franskri hug-
takanotkun. Sams konar hreyfingar urðu til í málaralist „impress -
íon istanna“ sem svo eru nefndir, sem að sumu leyti leiddu þessa
þróun, og í tónlist, til dæmis hjá Debussy um aldamótin 1900. Á
sviði leikbókmennta eru skáld eins og Maurice Maeterlinck gjarna
nefnd sem dæmigerðust fyrir táknsæisstíl, einkum í einþáttungum
eins og Interieur (Innra), L’Intruse (Brotist inn) og Les aveugles
250 sveinn einarsson skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 250