Skírnir - 01.04.2015, Page 251
251af guttormi
(Hinir blindu). En ýmis önnur skáld mætti nefna eins og Vínar-
manninn Hugo von Hofmannsthal, til dæmis þegar hann tók sig til
og endursamdi gamlan miðaldaleik, Jedermann (Sérhver); þar eru
persónurnar tákngervingar líkt og hjá Guðmundi Kamban í Sendi-
herranum frá Júpíter. Íslenska myndhöggvarann Einar Jónsson, vin
Jóhanns Sigurjónssonar, má að ýmsu leyti kalla symbólista.
Í skilgreiningu á impressíonisma í The Oxford Companion to the
Theatre (1954: 380) er lögð áhersla á að ytri lýsing nái aldrei í innri
sannleikann og því grípi skáldin til notkunar á táknmyndum, oft
með ódramatískum samtölum, sem leiði þó skýrt fram hugsunina að
baki — en einnig stundum til stíllegrar andstæðu sinnar, express-
íónisma. Um fyrrnefndu stefnuna segir ennfremur hvernig þar sé
lögð áhersla á hið ósýnilega og það sem undirvitundin fæðir af sér
og skapi sterkt andrúm, en í hinni síðari stefnunni sé allt lagt upp á
borðið undanbragðalaust — meðal annars í grófri myndrænni út-
færslu. Allt hljómar þetta einkar kunnuglega þegar lesin eru leik-
verk Guttorms (The Oxford Companion to the Theatre 1954: 250).
Undirrót þessarar stefnu eða stefna hafa menn þóst finna í verkum
Strindbergs. En meðal þeirra skálda sem tömdu sér expressíónísk
(og þá um leið oft táknleg) skrif upp úr fyrri heimsstyrjöldinni eru
Þjóðverjarnir Ernst Toller og Georg Kaiser, hinir tékknesku apek-
bræður — og Bandaríkjamaðurinn Eugene O’Neill í nokkrum af
sínum fyrri verkum. Expressíónisminn lifði reyndar stutt í ljóða -
gerð, nánast aðeins á öðrum áratug aldarinnar og þá einkum i
Þýska landi, en í leikritun hafði hann meiri og langærri áhrif.
Sú andófsstefna sem hefur hér á Norðurlöndum og svo einkum
í Þýskalandi verið kölluð nýrómantík, náði sér betur niður í
ljóðagerð en leikritun. Nafngiftin er ekki alls kostar heppileg því að
segja má að ýmsir þættir stefnunnar tengist rómantísku stefnunni
sem ríkti fram eftir 19. öldinni og séu beinlínis framhald af henni,
eftir innskot raunsæisstefnunnar sem náði sér betur á strik í sagna-
skáldskap og leikritun en ljóðagerð.3 Enn tengist þessi „nýróman-
tíska“ stefna hræringum í myndlist, en það er þá einkum fyrir til -
skírnir
3 Nafngiftin er ekki viðtekin í öllum Evrópulöndum og sjaldan notuð t.d. í breskri
bókmenntaumræðu. Sjá t.d. Þorsteinn Þorsteinsson 2014: 39–72.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 251