Skírnir - 01.04.2015, Page 253
253af guttormi
og Guillaume Appollinaire, sem aftur virðist svo hafa haft áhrif á það
þegar absúrdisminn eða fáránleikastefnan spratt fram í kjölfar upp-
gjörsins eftir síðari heimsstyrjöldina. En allt er þetta skylt þó að
einkennin virðist ekki lík.
Þessar stefnur náðu aldrei verulegri fótfestu á Íslandi, að minnsta
kosti ekki í leikritun, ef undan eru skilin „nýrómantísk“ leikrit
Jóhanns Sigurjónssonar, fyrstu leikrit Kambans og leikir Páls Stein-
grímssonar. En á leiksviðinu kvað nokkuð að þessum nýju straum -
um, þegar Indriði Waage kom heim frá Þýskalandi á þriðja ára-
tugnum, með sýningum eins og Sex persónum leita höfundar eftir
Pirandello og Á útleið eftir Sutton Vane. Sennilega má og flokka
undir impressíónísma eða symbólisma Himnaför Hönnu litlu (1893)
eftir Gerhard Hauptmann sem sýnt var nokkru fyrr eða 1922–23,
svo og áðurnefnt leikrit Hugos von Hofmannsthal, Sérhver, sem
sýnt var 1927. Í leikritun gerði expressíónisminn helst vart við sig
undir 1930 með einþáttungum Lárusar Sigurbjörnssonar (1930) og
að hluta í leikjum Sigurðar Eggerz,5 að ógleymdu Dýrinu með
dýrðarljómann eftir Gunnar Gunnarsson sem er kannski frem ur
táknlegt en expressíónískt og samið á dönsku 1922. Það er í bundu
máli.6 Það var einmitt Lárus Sigurbjörnsson sem hvað fyrstur vakti
athygli á sérstæðum leikskáldskap Guttorms hér á landi og stýrði
einnig áðurnefndum útvarpsflutningi á því eina leikriti hans sem
með vissu er vitað að hafi nokkru sinni verið formlega leikið hér.7
En þegar hér var komið sögu hafði bóndinn við Íslendingafljót
samið fjölda leikja í þessum nýja stíl eða þessum skyldu stílteg-
undum.8 Frómt frá sagt er iðulega erfitt að greina á milli hvort
skírnir
5 Í sortanum (1932), Það logar yfir jöklinum (1937), Líkkistusmiðurinn (1938) og
Pála (1942).
6 Leikrit Gunnars var þýtt á íslensku af Jakobi Jóh. Smára sama ár og það kom út í
Danmörku, 1922. Á frummálinu heitir það Dyret med Glorien.
7 Hinn 6. október 2014 efndu þó Vonarstrætisleikhúsið og Þjóðræknisfélag Ís-
lendinga til Guttormskvölds í Iðnó, þar sem leiklesnir voru einþáttungarnir
Skugginn og Skrifað fyrir leiksviðið.
8 Svo virðist sem einungis Hringurinn hafi verið þýddur á ensku. Það gerðu Hulda
Daníelsdóttir og Lee Brandson og birtist þýðingin í Lögbergi-Heimskringlu í nóv-
ember 1984. Þegar þetta er skrifað er hins vegar væntanleg á Íslandi bókin Tíu
leikrit að nýju með enskum þýðingum á þeim leikritum öllum sem þar í eru.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 253