Skírnir - 01.04.2015, Page 255
255af guttormi
Hamsun, svo enn séu nefndir fleiri í liðið, hvort sem Guttormur J.
Guttormsson þekkti til þeirra eða lærði af þeim mikið eða ekki. Tákn
eru til dæmis mjög ríkjandi í framsetningarmáta hans, hvort sem við
viljum flokka einstök verk hans undir symbólisma, impressiónisma
eða expressíónisma. Og sjálfur eignaðist hann lærisvein vestra, lækn-
inn og leikskáldið Jóhannes P. Pálsson, og af bréfaskriftum þeirra
virðist ljóst að Guttormur hefur velt mikið fyrir sér framsetningu
þeirra spurninga sem á hann leituðu. Í einu leikrita Guttorms,
Ódauðleika, kemur fyrir persóna læknis sem kann að sækja sitthvað
til vinar hans, Jóhannesar.10
Guttormur J. Guttormsson fæddist á Víðivöllum í Nýja Íslandi við
svokallað Íslendingafljót árið 1878 og var af austfirskum ættum.
Hann missti ungur foreldra sína, og í ritgerð Elinar Thordarson
(2011) um leikrit Guttorms — myndarlegustu umfjöllun um skáldið
enn sem komið er — vill hún líta svo á að foreldramissirinn og
hversu ungur Guttormur var þegar hann horfðist í augu við dauðann
hafi haft óafmáanleg áhrif á leikskáldskap hans. Víst er um það að líf
og dauði eru yrkisefni sem hann kemur aftur og aftur að í leikrit-
unum.
Hann varð bóndi á föðurleifð sinni, sem Vestur-Íslendingar
kölluðu heimilisréttarland, árið 1911 og bjó þar til dauðadags
1966.11 Kona hans hét Jensína Davíðsdóttir og var ættuð af Skóg-
arströnd. Þau hrósuðu barnaláni, eignuðust sex börn. Guttormur
hafði að baki barnaskólanám en var að öðru leyti það sem kallað er
sjálfmenntaður. Í ljósi þess vekur leikritun hans enn meiri furðu.
Hann kom aðeins tvisvar til Íslands, var boðið þangað af stjórn-
völdum árið 1938 og svo 1963 í boði flugfélags og Þjóðræknisfélags -
ins.12 Guttormur varð nokkuð fljótt kunnur af kvæðum sínum og
kviðlingum og þóttu einkum þeir síðanefndu ærið beinskeyttir.
Ljóðabækurnar urðu fimm og loks kom ljóðasafn hans út í heild
skírnir
10 Tilgáta Elínar Thordarson (2011: 70).
11 Sjá t.d. minningarorð Richards Beck (1966: 5–7) svo og greinar hans í Eimreiðinni
(Richard Beck 1967a, 1967b) og í The American-Scandinavian Review (Richard
Beck 1968).
12 Sjá Haraldur Bessason 1993. Sjá t.d. einnig „Vestanhafs er sómi …“ 1938.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 255