Skírnir - 01.04.2015, Page 258
innn er sú andlega hrifning sem metur meira innri áhrifin en ytra
lífið“ og segir Lárus Guttorm sammála þessari afstöðu, enda láti
skáldið „persónurnar tala framhjá eða utan við efnið, eins og þær
töluðu við þriðju persónu eða út í hött“. Þessi einkenni komi víða
fyrir en sé misvel beitt. Lárus nefnir sem dæmi Hina höltu sem síðar
verður vikið að. Lárus telur ennfremur að í sumum tilvikum „sé
beitt áhrifum lita, aðallega með ljósi og skugga, en ekki eingöngu
leitað eftir tilfinningaáhrifum, svo sem sorg, gleði og svo frv.“ Lárus
bendir á leikritið Skuggann sem gott dæmi. Sum verkin séu hins
vegar bollaleggingar skáldsins um ýmis efni og séu þau leikrænt lök-
ust. Undir þá skoðun má taka.
Ekki er vitað hvert leikritanna varð fyrst til og verður því að
fylgja að nokkru því hvenær þau birtust á prenti. Skugginn verður
þá fyrst fyrir okkur og er enda hafður fremstur í Tíu leikritum.18
Kynning skáldsins á persónum og sviði vekur strax athygli. Í fyrsta
lagi heita persónurnar ekki eiginnafni, heldur Sá blindi, Öldungur-
inn, Unglingurinn og Ekkjan og svo eru sjómenn, blaðadrengir og
bæjarmenn. Síðan kemur svofelld lýsing á sviðinu:
Breitt stræti — talsímastaur við gagnstéttina — þverstræti upp til hægri
handar — stórt leikhús á horninu — hliðin gluggalaus og dyralaus snýr
fram — hornið á leikhúsinu lokar að miklu leyti sýn upp strætið, sem er til
hægri handar. Múgur og margmenni er á gangi frá vinstri til hægri. Húmt
sumarkvöld …
Þar sem allur leikurinn er í prentuðu útgáfunni ekki nema 12 blað -
síður og hér getur að líta viðamikla leikmynd og mikinn mannfjölda,
þarf engan að undra að menn hafi hikað við að sýna þennan leik.
Roy St. George Stubbs (1975) heldur því fram í umfjöllun um skáldið
að það hafi meðvitað valið sér einþáttungsformið og ekki stílað upp
á að verkin væru flutt á sviði. Heldur verður það að teljast ólíklegt,
enda fá dæmi þess að leikskáld hafi meðvitað skrifað fyrir skúffuna
eins og það er kallað. Líklegra er að fjöldi persóna í leikjunum og sú
staðreynd að einþáttungar hafa sjaldan eða aldrei átt upp á pall-
258 sveinn einarsson skírnir
18 Lee Brandson raðar þessum leikritum þó svo í áðurnefndum lista sínum: Hinir
höltu (1917), Skugginn (1917); Hvar er sá vondi? (1918), Spegillinn (1918),
Hringurinn (1921) og síðan fimm leikrit frá 1920. Hann getur ekki heimildar.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 258