Skírnir - 01.04.2015, Page 259
259af guttormi
borðið hjá áhorfendum, hafi gert það að verkum að leikhússtjórar
og leikhópar hafi haldið að sér höndum. Leikhúsumhverfið hefur
heldur ekki verið beinlínis hvetjandi.
Reyndar minnir þetta byrjendaverk meira á atriði úr kvikmynd
en stuttan einþáttung. Er skemmst af því að segja að manngrúinn er
á leið í leikhúsið að sjá leik sem aldrei hefur verið leikinn áður og
verður „ef til vill aldrei leikinn framar“. En þá kemur sjómaður og
kallar yfir manngrúann: „Dauðinn fer hér um í nótt.“ Hann fær
heldur kuldalegar móttökur fyrir þennan boðskap, sjómenn geti
verið bæði fullir og vitlausir þegar þeir koma í land. Öldungurinn
og sá blindi ætla að bíða dauðans meðan aðrir þjóta inn í leikhúsið;
unglingurinn er á báðum áttum af því hann hræðist dauðann, en er
þó kyrr. Blaðastrákar sem græða á því að auglýsa sorgarfréttir í Sól-
arljósinu, segja stórskip hafa farist með fjögur hundruð manna,
skipstjóra kennt um slysið. Atburðirnir vekja upp umræður um
ódauðleika sálarinnar. Ekkjan kemur og veinar upp, segir skip-
stjórann hafa verið manninn sinn. Hún er einnig uggandi um börn
sín sem eru í leikhúsinu, því að þaðan er einnig tíðinda að vænta
þegar dauðinn fer þar um, eða eins og segir orðrétt:
Lúðraþyturinn hefur haldið áfram með vaxandi krafti. Hann verður viltari
og viltari og endar með orgum og ósamræmi. Leikhúsið sýnist skjálfa af
lófaklappi. Hlátur heyrist sem hlæji þúsundir manna. Þetta varir stutta
stund, snýst síðan upp í ógurlegt skelfingaróp. Ys og þys æðandi fólks
blandast angistarópum og stunum.
Skýringin er augljós. Það er kviknað í leikhúsinu. Skáldið heldur
áfram lýsingu sinni:
Öldungurinn og sá blindi stíga út fyrir gangstéttina, snúa sér að leikhúsinu.
Það verður skyndilega albjart á leiksviðinu. Sjómaður með björgunarhring
í hendinni kemur hratt en hljóðlega frá vinstri, staðnæmist bakvið Öld-
unginn og þann blinda og hlustar. Skuggi hans, geysi stór og biksvartur,
kastast á leikhúsvegginn. Síðan fer Sjómaðurinn hratt og hljóðlega til hægri
og hverfur fyrir leikhúshornið. Um leið og hann hverfur úr sýn steinþagnar
alt. Djúp dauðaþögn.
Öldungurinn: Ég sá skugga dauðans á veggnum.
Sá blindi: Ég fann skugga dauðans hvíla á mér.
Öldungurinn: Dauðinn er einatt á bakvið okkur. Við sjáum bara skuggann.
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 259