Skírnir - 01.04.2015, Side 260
Sá blindi: Það er ljós hinumegin við dauðann, annars sæist ekki skugginn.
Tjaldið.
Boðskapur leiksins er semsé gamalkunnur og skýr. Skugginn er
ekki til nema í tengslum við ljósið. Dauðinn verður ekki heldur
skoðaður nema í ljósi lífsins. En það er framsetningin sem er nýstár-
leg. Samtölin eru á engan hátt í líkingu daglegs máls og þó án alls
málskrúðs, andstæðurnar í persónugervingunum eru skýrar og
vandlega valdir fulltrúar ólíkra lífsviðhorfa og aldursskeiða. Mynd-
málið minnir stundum á Strindberg, táknin eru augljós og djörf og
uppsetningin öll leiðir hugann að kvikmyndum þess tíma þegar
leikurinn var saminn.
Við nánari kynni kemur í ljós, að viðfangsefni Guttorms eru
býsna víðfeðm og nálgunin langt í frá alltaf sviplík. Í þessum ein þátt-
ungi má þó sjá einkenni sem flestir leikir hans eru markaðir, bæði í
táknum og tjáningu. Hér á eftir mun verða sýnt fram á hve viðfangs-
efni Guttorms geta verið ólík og sömuleiðis tjáningarmátinn þó að
ríkjandi séu ofangreind einkenni: Andraunsæileg framsetning, per-
sónur tákn fremur en einstaklingslýsingar, fulltrúar heildarviðhorfa
fremur en persónulegra tilfinninga (og skortir þó ekki tilfinninga-
leg átök). Framvindan er rökleg og nálgunin vitræn, en hugmynda-
flugið fær þó oft að ráða ferðinni. Þannig öðlast ýmsir líkamspartar
innbyrðis sjálfstæði í siðbótarleiknum Hinir höltu. Í öðru verki,
Þektu sjálfan þig, eru ormar, eldflugur og fiðrildi á sveimi. Eigi að
síður er skáldið hér að fjalla bæði um pólitísk og heimspekileg efni
og talar skýru máli. En formið og efnið þurfa ekki endilega að mark -
ast af of strangri bókmenntalegri flokkun né heldur boðskap. Í þeim
verkum sem teljast mega impressíónísk, eins og Hringnum, er það
órætt andrúmið sem orkar sterkast, í Skugganum, sem ég myndi
telja expressíónískt, er seiður andrúmsins einnig sterkur, en kemur
fram í myndrænni útfærslu lita, ljóss og skugga.
Sé enn fylgt röðinni í Tíu leikritum, verða næst fyrir okkur tveir
stuttir einþáttungar í viðbót. Sá fyrri nefnist Upprisan, hinn síðari
Myrtur Engill.19 Bæði lýsa vel hversu þessi sjálfmenntaði bóndi er
260 sveinn einarsson skírnir
19 Bæði nafnorðin eru skrifuð með stórum staf í Tíu leikritum að hætti Vestur-
heimsmanna.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 260