Skírnir - 01.04.2015, Side 261
261af guttormi
heimspekilega sinnaður og veigrar sér ekki við að glíma við hinstu
rök. Elín Thordarson (2011) gerir því skóna að Guttormur hafi
orðið fyrir sterkum áhrifum af Kant og kenningum hans. Hvort
sem hann las Kant eða ekki, er augljóst að þekkingarfræðileg við -
fangsefni sækja á skáldið og birtast iðulega í andstæðum: líf-dauði,
ljós-skuggi, ást-hatur, ytri sýn-innri sýn, oft einmitt sett fram í
skýrum myndum, eins og í Skugganum. Í táknsæinu er hin ytri
ásýnd hlutanna og hið innra eðli þeirra, das Ding an sich, eitt al-
gengasta viðfangsefnið. Er veruleikinn eitthvert fyrirbæri sem við
búum til með okkar stutt- eða langdrægu skilningarvitum, er þekk-
ing okkar skilvitleg, skilyrt, tilbúningur, eða er veruleiki handan
veruleikans sem við erum alltaf að leitast við að sjá í skottið á? Um
þessi efni hafa verið skrifaðar margar bækur og eru enn. Samtölin eru
sem fyrr settleg, jafnvel bókleg myndi einhver segja, en lifna þó af
innri krafti þótt atburðarásin sé kyrrstæð i báðum tilvikum. Og þó
að Guttorms hafi hingað til fyrst og fremst verið minnst sem
ljóðskálds, eru samtölin ekki sérlega ljóðræn.
Fyrra leikritið er í rauninni aðeins stutt samtal yfir líki í kirkju,
samtal „grafreitsmanns“ og móður sem segist hafa verið að láta prest
skíra drenginn sinn; hafi hann ekki heyrt að presturinn hafi ákallað
guð og beðið þess drengurinn yrði mikill og góður maður? Graf-
reitsmaðurinn, sem er „hvítskeggjaður, í gráum kufli, með orf og
blikandi ljá“, kveður svo ekki vera, en allt sé guð, tíminn sé guð,
rúmið himnaríki; sjálfur kveðst hann þó ekki vera neitt. Er ekki að
orðlengja það að grafreitsmaðurinn trúir móðurinni fyrir því að
drengurinn eigi eftir að verða morðingi; hið eina sem geti bjargað
honum sé ef hún bjóðist til að deyja fórnardauða fyrir hann. Í fyrstu
vill hún öllu fórna, en síðan slær hana sá þanki að ef til vill verði
hann morðingi af því hann sé slitinn frá henni. „Reyttu af mér hárið,
flettu holdinu af beinum mínum, en skildu eftir hjartað í mér, svo
ég lifi. Sonur minn má ekki án móður sinnar vera.“
Þá rennur upp fyrir henni, að hún muni vera dáin og sé bein-
línis líkið sem í kistunni liggur. Hún spyr yfirkomin af hryllingi
hvort það séu þá hinstu óumflýjanleg lög að sonur hennar verði
morðingi. Grafreitsmaðurinn svarar að því hefði hún getað afstýrt
með því að láta sig taka drenginn. Þá vex móðurinni nýr þróttur.
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 261