Skírnir - 01.04.2015, Page 262
Móðirin (eins og henni komi nýtt ráð í hug, gengur upprétt og rösklega yfir
að veggnum til vinstri — margkyssir barnið — leggur það á bekk undir
fremsta gluggann): Hönd óhamingjunnar hefur engan rétt til að snerta
drenginn minn meðan hann er hér. (Gengur til baka — nemur staðar hjá
líkinu — hvessir augun á grafreitsmanninn.) Hvort sem þú ert Guð eða
djöfull, skaltu hér engu um ráða. Sonur minn skal aldrei, aldrei verða
morðingi; ég skal rísa upp frá dauðum og vaka yfir honum!
Grafreitsmaðurinn dregur móðurina nauðuga til hægri — þau hverfa út um
glugga. Gler heyrist brotna til vinstri. Stór svört hönd teygir sig inn um
gluggann uppi yfir barninu — tekur barnið út um gluggann. Samtímis
rís upp barn, hágrátandi af skelfingu, á börunum hjá líkinu — við það
vaknar Móðirin, sem sýnst hefir lík — gluggarnir hverfa af veggjunum
eins og tunglsgeislar fyrir dagsbirtu, sést þá að þetta er engin kirkja,
heldur fátæklegt svefnherbergi og líkbörurnar ekkert nema tvö rúm, sem
móðirin og barnið hvíla í.
Móðirin (faðmar barnið): Elsku barnið mitt! Þú skalt aldrei, aldrei verða
morðingi!
(Barnið þagnar).
Tjaldið.
Hvað er hér á ferð? Tilfinningasöm lýsing á móðurást? Hálf-súr-
realískur draumur konu á sæng? Miðaldaleg orðræða um vald guðs
og örlaganna? Spurningin stóra um þá sem guð hefur velþóknun á
eða þá sem hafa góðan vilja? Leikurinn ber heitið Upprisan og varla
fer á milli mála að þar er lýst kærleika sem faðmar í senn líf og
dauða. En mál höfundar er sett fram á þann expressíóníska hátt að
svipuð stílbrögð hafa ekki sést áður í íslenskum leikskáldskap.
Hér verður ekki rakið efni allra fimmtán leikja Guttorms J.
Guttormssonar. En í næsta einþáttungi sem nefnist Myrtur Engill
lítur á ytra borði út sem fremur barnalegur prestur sé að tala á milli
hjóna í strindbergsku uppgjöri þeirra, þar sem Ástin og Hatrið tak-
ast á. Það vekur athygli klerks að Ástin og Hatrið birtast aldrei sam-
tímis; þau skyldu þó ekki vera sín hliðin hvor á sama peningnum?
Hringurinn, fimmta leikritið sem birtist áður en Tíu leikrit
komu út, er nokkuð annars konar. Þó að iðulega sé erfitt að setja af -
dráttarlausan merkimiða á þau leikrit og þá stefnu sem hér er al-
mennt verið að fjalla um — undanskilin eru hin nýrómantísku sem
er í raun óskyld stefna þó að sprottin sé af sama andófi gegn natúral -
262 sveinn einarsson skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 262