Skírnir - 01.04.2015, Side 264
heldur ekki lengur. Hið fyrsta þessara verka ber heitið Hvar er sá
vondi? og þar veltir skáldið fyrir sér siðferðilegum spurningum,
ekki óáþekkum þeim sem sóttu að hinum tíu árum yngri Guð -
mundi Kamban um svipað leyti, öðru íslensku leikskáldi sem einnig
átti í vitsmunalegri glímu og reyndi að leita nýrra forma Og nýrrar
hugsunar. Leiksvæðið er neðanjarðarfangelsi. Þó að atburðarásin sé
ívið dramatískari en oftast í verkum Guttorms, þá eru þarna tals-
verðar kyrrstæðar vangaveltur um eðli glæpa, og ekki síst refsingar
og verkan þeirra. Í fyrsta þætti brýst fangi úr fangelsi og í öðrum
þætti kemur hann á heimili fyrrverandi konu sinnar og barna henn -
ar, en hann hefur myrt seinni mann hennar. Hann vill flýja með þau
á eyjuna þar sem allir eru hólpnir. Það mistekst að sjálfsögðu og í
þriðja þætti er hann aftur kominn í fangelsið, það flýr enginn sitt
eigið fangelsi, sinn eigin glæp. Þó að atburðarásin sé þannig á ytra
borði talsvert raunsæileg eru kaflar sem sverja sig í ætt við önnur
verk skáldsins: Börnin tala upp úr svefni skáldlega um blóm og í
síðasta þætti svífa um hvítar verur sem ætla sér að gera alla jörðina
að blómaeyju. Þess kemur fanginn ekki til með að njóta, því hann
breytist í öskuhrúgu meðan hvítu verurnar ganga sönglandi upp
eins konar Jakobsstiga.
Leikurinn Hinir höltu er mun frumlegri og jafnframt er auðveld-
ara að ráða í hvað skáldið er að fara. Þetta er umfangsmesti og ef til vill
metnaðarfyllsti leikur Guttorms. Richard Beck (1950: 28) kallar leik-
inn „morality play“, siðbótaleik og má það með persónutáknlegum
heitum sínum færa til sanns. Leiknum fylgir inngangur þar sem per-
sónunum er lýst og veitir ekki af; þannig er Vitið ungur og fríður
karlmaður, Viðkvæmnin yndisleg ung kona, Hárið fimm ára stúlku-
barn, Augun tvær stúlkur líkar sem tvíburar og Eyrun drengir af sama
toga. Hendur eru tvær konur eins og Fæturnir tveir karlar jafnstórir.
Munnurinn og Nefið eru og karlmenn. Klæðaburði alls þessa mann -
safnaðar, ef svo má að orði komast, er nákvæmlega lýst, yfirleitt eru
persónurnar hvítar og glæsilegar, en farnar að gulna í fjórða þætti. Því
veldur Gullið sem snemma bætist í hópinn og er skærgljáandi
karlmaður svo að skilningarvitin kætast; þrælar hans eru og allir í gulu.
Hér eru átökin milli auðvalds í gervi Gulls og umhverfis, nátt-
úru, en Viðkvæmnin er vörður hennar. Náttúran er kynnt í kunn-
264 sveinn einarsson skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 264