Skírnir - 01.04.2015, Page 265
265af guttormi
uglegri kanadískri landslagsmynd fyrsta þáttar. Þegar Gullið birtist
fá flestir glýju í augun, enda er Vitið, sem er eins konar leiðtogi
hópsins, þess mjög fýsandi að ganga Gullinu á hönd. Í öðrum þætti
er menningin mætt inn í bjálkakofa með listaverk og bækur á
veggjum og í hillum. Viðkvæmnin reynir veikri rödd að mótmæla
því að ganga til samninga við Gullið því að vitið hafi neitað henni
um að vera í ráðum með sér.
— Viltu eignast miljónir? spyr Gullið og tekur fram gyllta bók.
— Ég vil verða ánægður, segir Vitið brosandi.
Viðkvæmnin svarar: — Þú eignast aldrei nóg fé til að verða
ánægður.
Vitið telur sig ekki þurfa mikið gull til að verða ánægt. Og
Gullið telur upp skilmálana: Vitið skuli vera þræll þess uns Gullið
verði ánægt; Vitinu „skuli öll listaverk hverfa, hugsun þín öll skal öll
vera um gull og um ekkert annað en gull. Nef þitt skal enga lykt
finna nema gulllykt.“ Augun eiga ekkert að sjá annað en gull og
eyrun ekkert heyra nema klingjandi málminn og munnurinn skuli
mæla á gullmáli. En það telur munnurinn einmitt hafa verið löngun
sína lengi að mæla á „því fagra máli“. Þetta vekur almennan fögnuð.
Aðeins einn böggull fylgir skammrifi; Vitið missir sumsé Hárið ef
það hefur miklar áhyggjur. Af því hefur Vitið reyndar minni
áhyggjur en Hárið, og þegar Vitið sé orðið ánægt, verði Gullið þræll
þess, listaverk skuli aftur koma, augun sjá og hugsun sinni skuli það
ráða. Viðkvæmnin reynir að aftra þessum gjörningi, en er ráðum
borin og dregin út.
Brátt fer þó að bera á óánægju meðal útlima og annarra lík-
amsparta. Vitið á í nokkrum vanda, þar sem bæði Viðkvæmin og
Hárið eru veik. Gullið stappar þó stálinu í Vitið og þau öll og segir:
„Þú ert að tapa fé. Nær sem þú hugsar um annað en gull, ertu að tapa
fé.“ Gull sé lykillinn að náðinni, ekki bænin. „Lögin eru alténd þeim
megin sem gullið er, hvernig svo sem þau hljóða. Ég á alla dóm-
stólana.“ Gullið segir ennfremur að kjarni hinnar gullnu kenningar
sé að án hárs og viðkvæmni geti maðurinn orðið sáluhólpinn, en
ekki án gulls. „Hvað er að gerast í kringum þig? Eru menn að hugsa
um listir og vísindi, hina bágstöddu og guð himnanna? […]
Skósmiðurinn gengur í söfnuðinn til að fá að bæta skóna prestsins
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 265