Skírnir - 01.04.2015, Page 266
og safnaðarins; rakarinn til að fá að raka prestinn og söfnuðinn;
kaupmaðurinn til að tryggja sér ábatasöm viðskifti.“ Þetta segir Vitið
vera svo gullsatt. Og gengur inn í steininn gullsins.
Boðskapur skáldsins er alveg tæpitungulaus og kemur víða við í
húmanisma sínum. Í þriðja þætti er samtal þrælanna í gullsteininum,
en þaðan er færri útkomu auðið en þeir hugðu; þrælarnir hafa stritast
við að bera gullpoka í fjörutíu ár án þess að sjá til sólar. Einn kom frá
New York, annar frá Winnipeg; skáldið er ekki bara að búa til mein-
lausa, skírskotunarlausa dæmisögu. Gullið á að vera gott þegar menn
hafa lært að nota það og allir eiga jafnmikið gull. Þá verða þrælarnir
frjálsir. En það verður aldrei. Einn þrællinn orðar það svo: „Gullið er
byrði á okkur, en við erum byrði á hinum fátæku.“
Einn af þrælunum: Sumir menn kenna í brjósti um okkur.
Annar: Þeir eru afburðamenn. Þeir eru fáir.
Þræll: Ég þekti einn í Chicago.
Annar: Ég vissi ekki af neinum í Winnipeg.
Einn af þrælunum: Hinir fátæku syngja lof um okkur, þakka okkur það,
sem við höfum aldrei gert, sæma okkur heiðursmerkjum. Fyrir hvað?
Fyrir það að við rænum þá opinberlega. Þeir skríða að fótum okkar, þótt
þeir viti, að aldrei geti þeir notið neins góðs af okkar auðæfum. Þeir
hylma yfir glæpi okkar, en hengja hvorir aðra fyrir smásakir …
Hér Guttormur kominn á viðlíka slóðir og Guðmundur Kamban í
Marmara og síðar í Sendiherranum frá Júpíter. Hið opinbera
lýðræði fær einnig sinn skell. Í ljós kemur að Vitinu finnst gullið
sem það hefur upp úr krafsinu full rýrt — Vitið er enn ekki ánægt.
En Vitið segir að ánægjan sé takmark; sé því náð sé loku skotið fyrir
alla framför og menn sætti sig við að kroppa gras i garðinum. En
gullið sé annars konar, traust og álit almennings sé lykillinn að
auðæfunum. Upphaflega þurfi það þess eins við að sannfæra fólk
um að það sé efnað. Vitið veltir því þá fyrir sér að ganga í söfnuð og
segir þá hugsun kristilega og góða. Nei, segir Gullið, „þú skal[t]
selja hluti í námu sem ekki er til“. Það finnst Vitinu í fyrstu and-
styggileg hugsun, en Gullið lætur ekki slíkt á sig fá: „Ég stjórna
stjórn landsins. Það gerir þér mögulegt að fá einkaréttindi á andr-
úmsloftinu, öllu neysluvatni og öllu ljósi í landinu … [þú verður] að
eiga alt það ljós sem menn framleiða sjálfir. Til þess að koma í veg
266 sveinn einarsson skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 266