Skírnir - 01.04.2015, Page 267
267af guttormi
fyrir samkepni, kaupir þú öll ljós sem einstaklingarnir eiga, og
slekkur þau. Þá verða allir að sækja alt til þín, en þú ræður verðinu.“
Gullið ráðleggur Vitinu að stofnsetja „barnagullaverksmiðju“ og
halda þar í ánauð börnum fátæklinganna. „Þau vinna fyrir lægri laun
en foreldrar þeirra — minna loft, vatn og ljós.“
Nú ofbýður Vitinu og segir Gullið djöfulinn sjálfan. Gullið
hótar að taka frá því allan auð og þá guggnar Vitið. En Gullið
gengur rólega fram á sviðsbrún og trúir áhorfendum fyrir því að
„svona eru þeir allir!“
Í fjórða þætti erum við svo í glæstum marmarasal. En ekki er allt
gull sem glóir. Vitið er víðs fjarri að draga net sín, en skilningarvitin
og útlimirnir hanga á horriminni og una illa sínum hag. Gullið flytur
predikun um afstæði góðs og ills. Svo sér í gegnum hallarglysið og
við erum stödd í litlu herbergi. Hárið er að gefa upp andann og
síðan fylgir Viðkvæmnin á eftir. Það er Vitið sem rekur hana í gegn
og flýr síðan úr steininum.
Í lokaþættinum berst hljóð úr steininum af hlekkjum. Vitið spyr
Gullið hverjir séu þar að verki; Gullið kveður það vera hina höltu.
Vitið þrábiður um sér verði hleypt inn aftur, samviskan nísti það, en
það hafi hlýtt hinni blindu náttúru; ef til vill sé önnur forsjón sjá-
andi ofar, sú sem Viðkvæmnin hafi tilheyrt. Það myrkvast í
kringum Vitið og það sér norðurljósavönd sem það hyggur sinn
versta óvin. Síðan segir orðrétt í skilaboðum höfundar:
Norðurljósavöndurinn líður frá hægri til vinstri handar og vindur jafn -
óðum af sér iðandi norðurljósröst með friðarbogalitum. Loks hefur öll
röstin undið utan af Viðkvæmninni og svignast hátt upp á loft. Við -
kvæmnin stendur uppi í miðri brekkunni, fegri en nokkru sinni áður, í
heiðbláum kyrtli, með bera arma og slegið skínandi hár. Röstin kvíslast og
skiftist í breiðar og langar ljósrákir, sem sveiflast og titra uppi yfir Við -
kvæmninni og mynda loks kórónu leiftrandi yfir höfði hennar. Meðan
þetta fer fram gerir Vitið margar atlögur til að mölva sig inn í klettinn í
skelfingaræði …
Viðkvæmnin (með himneskri röddu): Blindir fá sýn, haltir ganga.
Vitið (hrópar) Gull, gull! (Knýr æðisgenginn á klettinn, það brakar og
brestur í berginu, hátt hlekkjahringl heyrist innan úr klettinum. —
stendur agndofa um stund.
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 267