Skírnir - 01.04.2015, Side 268
Viðkvæmnin: Daufir heyra, dauðir upprísa.
Vitið rennir sér á klettinn, lemur með höndum og fótum, og ber höfðinu við
steininn, ógurlegir dynkir og brestir. Kletturinn springur sundur. Vitið
hverfur inn í sprunguna
Viðkvæmnin: Og fátækum verða guðspjöllin boðuð.
Kletturinn lokast saman. Norðurljósin hafa aftur myndað röst. Við kvæmn -
in vefst inn í hana og hefst upp frá jörð. Tjaldið.
Skýrar er vart hægt að tala og forspátt er skáldið um framvindu kapí-
talismans, einokun vatns og annarra auðlinda. Það boðar mann úð,
trú á umhverfið, jafnrétti og guðspjöllin, boðskap Krists.
Í hinu þriðja þessara „fullburða“ verka kemur þessi sjálfmennt -
aði bóndi mönnum enn á óvart í krafti vitsmuna sinna og frum-
leika í hugsun. Heiti leiksins er Þektu sjálfan þig og þar vitnað til
hinnar frægu yfirskriftar á hofi Apollons í Delfi, Gnóthi seautón,
sem stundum hefur verið rakin til skáldspekingsins Chilons, en
hann var ættaður frá Spörtu og í hópi hinna sjö grísku vitringa eins
og Sólon frá Aþenu og Tales frá Miletos. Þessi tilvitnun var
snemma þýdd á latínu sem Nosce te ipsum og hefur fylgt evrópskri
hugsun æ síðan. Annað þekkt spakmæli gat einnig að líta í hofi
Apollons: Medén ágan, Hóf er best, eins og líka stendur í Háva-
málum.
Leikurinn er í þremur þáttum og persónurnar eru fjórar, Ormur,
Eldfluga, Maur og Fiðrildi. Þau eru kynnt lesanda eða áhorfanda í
kálgarði þar sem matjurtir eru í mörgum röðum. En í fjarska er
sumar bústaður og furuskógur með iðandi fossi.
„Ormur í gráum verkamannafötum er að hlúa að plöntum. Eld-
fluga í gulum silkikjól með svarta silkiskikkju situr á steini til
vinstri,“ segir í skýringum skáldsins. Samtal þeirra tveggja leiðir í ljós
hatur skáldsins á pólitískri kúgun og þrá eftir því frjálsræði sem leiði
til hamingju. Ormur er þræll Maurs sem gert hefur hann einsýnan
og haltan. Eldfluga segir:
Til þess að vita hvað er hamingja, þyrfti maður að geta séð fyrirfram allar
breytingar á sjálfum sér, því hamingja manns er ástand manns í það og það
skiftið. Það sem er hamingja í dag, getur verið óhamingja á morgun. Til
þess að vita fyrirfram, hvernig þetta og þetta atvikið mundi breyta ástandi
manns, þyrfti maður að þekkja sjálfan sig. Þess vegna virðist svo sem ham-
268 sveinn einarsson skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 268