Skírnir - 01.04.2015, Page 269
269af guttormi
ingjuna mundi helzt vera að finna þar sem þörf er fyrir sem flesta eigin-
leika manns eða hæfileika.
Þektu sjálfan þig nefndi skáldið verk sitt og mjög svo réttilega.
Með aðferð sem minnir svolítið á teattro grottesco hjá Luigi Pi -
randello, þar sem öll gildi eru sannprófuð af þekkingarfræðilegum
efa, er síðan fjallað um þetta hamingjuhlutskipti mannsins og
undir strikað með því að annar þáttur gerist í aldingarðinum með
„síneplin“ handan fossins, en sá þriðji aftur í sumarbústaðnum. Eins
og títt er í leikjum Guttorms birtist efnið meira í samtölum en í leik-
rænni atburða rás. Það hverfist augljóslega um draum og veruleika,
svefn og vöku, um ást og tryggð, um fórnfýsi og eigingirni og trún -
að við sjálfan sig og sín lífsgildi. Hið sjónræna og óraunverulega sem
hvað oftast einkennir verk Guttorms er hér einnig ríkur þáttur í
framvindunni. Svo segir í sviðslýsingu í miðjum öðrum þætti:
Næturgalarnir hafa byrjað að syngja. Það er orðið aldimt. Eldfluga lyftir
skikkjufaldi sínum upp til beggja hliða svo að líkist vængjum — kjóll
hennar verður glóandi og gefur af sér gulrauða birtu. Við það verður kjóll
Fiðrildis stirndur, alsettur regnbogalitum gimsteinum; sineplin á trjánum
verða að logandi ljóshnöttum, birtan og döggin eins og bræddu gulli væri
helt yfir kvikasilfur. Alt hverfur — verður dimt — um leið og eldfluga lætur
skikkjufaldinn falla. Þetta gerir hún með jöfnu millibili — til skiftis er bjart
og dimt — meðan hún dansar eftir næturgalaklið dans, sem líkist flugi. Eftir
nokkra stund þagna næturgalarnir. — Eldfluga staðnæmist — heldur uppi
skikkjufaldinum, svo ljósdýrðin helzt.
Þannig skiptast á ljós og myrkur, sæla og sársauki á vegferð manns-
ins í vali hans á lífsverðmætum. Líkt og Pétri Gaut birtist Ormi hans
innri rödd, beygurinn, og boðskapurinn er einmitt þessi: Þekktu
sjálfan þig!
Þrír síðustu leikirnir í Tíu leikrit eru stuttir einþáttungar. Enn eru
hér líkindi og ólíkindi, en kannski minna færst í fang en í síðast-
nefndu verkunum. Einn þeirra, Fingraför, lýsir aðkomukonu hjá
hjónum; hún virðist vera hjákona mannsins og henni fylgja börn
sem skemma alla innanstokksmuni og skilja eftir fingraför á veggj-
unum. Það eru þessi fingraför sem þátturinn heitir eftir, börnin sem
ekki allir sjá eru ófædd börn. Miðþátturinn, sem nefnist Spegillinn
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 269