Skírnir - 01.04.2015, Síða 270
og hafði birst í Óðni þegar 1918, lýsir samkvæmi þar sem heiðurs-
gesturinn reynist vera uppfinningamaður sem hefur útbúið spegil
sem sýnir fólk eins og það er nakið, ekki eins og það sjálft sér sig eða
aðrir gera, að hætti Pirandellos. Niðurstaðan er auðvitað sú, að eng-
inn vill sýna sinn innri mann. Báðir eru þessir þættir kyrrstæðir og
orð segja meira en athöfn. Þriðji þátturinn, Ódauðleiki, er síðan
frekar fróðlegur sem vitnisburður um skáldið sem yrkir leikrit fyrir
skúffuna, á meðan hampað er þeim sem semja skáldsögur, hvort
sem þær eru góðar eða miður góðar. Ekki alveg óþekkt fyrirbæri á
Íslandi í dag, þar sem allt sem snýr að leiklist, leikritun og leiklist-
arsögu hefur ætíð verið sett skör lægra en aðrar bókmenntir, ekki síst
það sem þykir söluvara. En Guttormi finnst hann sem sagt hafa
kynnst slíku einnig vestra.
En skrifaði hann alla tíð fyrir skrifborðsskúffuna eða öllu heldur
prentsvertuna; hafa verk hans aldrei verið leikin? Lítið hefur farið
fyrir því. Í leikriti sem birtist í Tímariti Þjóðræknisfélags Íslendinga
1943 hefur hann væntanlega velt því fyrir sér hver sú tregða væri, því
að leikritið heitir beinlínis Skrifað fyrir leiksviðið. Þessi leikur fjallar
þó ekki um neinn vanmetinn leikritahöfund, heldur eru persónur
tvær, skrifstofustúlka „klædd eins og hjúkrunarkona“ og rithöf-
undurinn „ungur, gildur ístrumaður með skalla og hár ofan á herðar
í gráum jakkafötum“. Umhverfislýsingin er athyglisverð:
Hornrétt herbergi er horfir skakt við áhorfendum, þannig að hornið sem
er til hægri handar er fjær en það til vinstri … Á veggnum milli rúmsins og
dragkistunnar eru nokkur yfirnáttúruleg málverk af ýmsum hlutum, sem
eru annað en þeir sýnast og sýnast annað en þeir eru. Herbergið er lýst upp
af rafljósi í rauðri kúlu, sem hangir undir heiðríkum sængurhimninum.
Guttormur er samur við sig í framsetningunni. Hann bætir við að
stúlkan og rithöfundurinn verði að „horfa um öxl til að sjá hvort
annað þegar þau talast við“. Leikurinn fjallar um tilurð skáldskap-
arins, hvað er sjálfkvæmt, „ósjálfrátt“, hvað fyrirfram úthugsað. Þó
að leikurinn sé ekki annað en tveggja manna tal, er þó séð fyrir því
sjónræna á þann hátt að rithöfundurinn færir sig úr fötunum eftir því
sem stúlkan rekur úr honum garnirnar. Og nakinn kemst hann að
því, að það séu áhorfendurnir sem eigi að hafa síðasta orðið og leysa
270 sveinn einarsson skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 270