Skírnir - 01.04.2015, Page 271
271af guttormi
endahnútinn hver á sinn máta. Eftir að hafa púðrað sig og speglað
meðan nakta skáldið skríður í bað, líður yfir stúlkuna líkt og stúlk-
una í leiksögu skáldsins.
Þó að Guttormur væri um sína daga þekktari sem ljóðskáld, er
stíll hans í þessum samtölum ekki ljóðrænn. Hann er stundum
hversdagslegur, kannski ívið bóklegur, oftast rökfastur og snýst sú
rökfesti stundum upp í fáránleika.
Leikritið Þektu sjálfan þig var þýtt á ensku af Vilhjálmi Bjarnar
og birst í Tímariti Þjóðræknisfélags Íslendinga 1963. Í stuttum inn-
gangi lýsir Vilhjálmur (1963: 67–68) þeim leik sem sömdum af
„structural symbolism“ eða strúktúralísku táknsæi og má á slíka
greiningu fallast. Vilhjálmur bendir einnig á tvísæið í lífssýn Gutt-
orms, til dæmis í persónuklofningum og eins á tíða framsetningu á
andstæðunum líf-dauði. Hann flokkar verkin einnig lauslega í tvo
hópa — annars vegar hin heimspekilegu: Skuggann, Upprisuna,
Hringinn og Líkblæjuna, sem brátt verður fjallað um, hins vegar
hin pólitísku og ádeilukenndu eins og Hinir höltu, Spegillinn, Bylt-
ingin og Ódauðleikinn.
Byltingin birtist í Óðni 1935 og er að sönnu afar andkapítalískt
verk sem gerist í fordyrum glæsihallar; þar eigast við biskup,
þingmaður, borgarstjóri og — Kölski. Kölski er þar grímulaus
fulltrúi auðvaldsins og beitir nútímalegum brögðum, flytur til
dæmis áróður sinn í viðtækjum. Er skemmst af því að segja að flestir
eru tilbúnir að dansa eftir hans pípu. Það er einna helst Biskupinn
sem stendur í honum, en þó virðist Guttormur álíta að einnig
kirkjan verði keypt. Richard Beck (1950: 27–29) vill túlka leikinn
þannig: „Í Byltingunni breytir hræsni biskups Djöflinum sjálfum,
föður kapítalismans, í bjartan engil jafnaðarmennskunnar“.
Rétt er það og, að kristin minni skjóta reyndar víða upp koll-
inum í þessum verkum ekki síður en ljóðunum. Í samtali við Matth-
ías Johannessen (1982: 77) segir Guttormur einfaldlega: „Ég trúi á
mannúðarkenningar Krists.“ Þar virðist hann enn eiga samleið með
Guðmundi Kamban.
Eitt afdráttarlaust pólitískasta verk Guttorms J. Guttomssonar
er þó leikritið Glæsisvallarhirðin sem dregur heiti sitt af alþekktu
kvæði Gríms Thomsen. Það birtist í Tímariti Þjóðræknisfélags Ís-
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 271