Skírnir - 01.04.2015, Page 272
lendinga 1944 og ber óneitanlega vitni þeim tíma sem það virðist
samið á. Goðmundur er þar „ekki ólíkur spilakongi“ en grimmur
einræðisherra og jafnframt blindur á raunveruleikann. Viðhlæj-
endur hans við hirðina eru ekki ólíkir „spilagosum“. Ótrygg er
vistin við þessa hirð, líkt og hjá Goðmundi, og mannvíg tíð.
„Við erum eina þjóðin i heiminum, sem nokkurn siðferðilegan
rétt höfum að vera til,“ segir Goðmundur. „Við erum eina þjóðin,
sem á ætt sína að rekja til guðanna. Uppruni okkar er dýrlegur! Fyrir
okkar uppruna og þjóðararf erum við yfirburða þjóð — ofur menni.“
Einni af leikpersónunum, spekingnum, verður það á að andmæla
og segist hafa grandskoðað ættfræðina og komist að þeirri óyggjandi
niðurstöðu, að „þið eruð eina þjóðin í víðri veröld, sem komin er af
öpum“. Spekingurinn er af þessu tilefni viðstöðulaust hálshöggvinn.
Ekki fer betur þegar annar við þessa hirð varar við leiðtoga dýrkun.
Frekar verður efnið ekki rakið, enda augljóst hvert skáldið er að
fara. Í veislunni detta útlendingar unnvörpum niður því þeir þola
ekki drykkinn sem þrælar og þjónar (svartir) bera þeim. Loks sam-
einast ríkin sem gert höfðu „varnarsamning“ við Goðmund, þrælar
hans og þjónar og ráðast gegn honum, en allir hrökkva undan og
kljúfa hann í herðar niður. Goðmundi bregður ekki við og segir sig
þá þurfa að ljúga einhverju nýju að þessu illþýði. En þá loks fellur
hann — og í tvo helminga.
Ótalin eru tvö stutt leikverk Guttorms. Líkblæjan er örstuttur
einþáttungur sem birtist í Óðni 1936. Persónur eru þrjár, maður,
ung kona og gömul kona. Sú yngri vill eiga manninn ein; sú eldri vill
hins vegar að þær eigi hann báðar. Hún bendir á að þá verði sú yngri
að ná sér ef fyrra fyrirkomulagið eigi að ganga eftir. Smám saman
rennur nefnilega upp fyrir áhorfendum að hér er um sömu konu að
ræða á ólíku aldursskeiði.
Þegar Guttormur var kominn vel á níræðisaldur, lét hann frá sér
fara enn eitt verk, Sigurverkið.21 Hvenær það er samið er ekki vitað
með vissu, en það hefur undirtitilinn „Sjónvarpsþáttur“ sem bendir
til þess að það hafi ekki verið mjög gamalt þegar það kom fram. Þetta
er kyrrstætt samtal læknis og konu yfir líki manns hennar og fjallar
272 sveinn einarsson skírnir
21 Prentað i Tímariti Þjóðræknisfélags Íslendinga 1962.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 272