Skírnir - 01.04.2015, Page 274
háskóla í Winnipeg og voru bæði Ásgeir Ásgeirsson forseti og Emil
Jónsson utanríkisráðherra viðstaddir þá athöfn sem fór fram 1967.
Þar er auðvitað mikinn fróðleik að finna um það hvað vakti áhuga
hans og hvað hann las. Hvaða tungumál skildi hann? Hann var
auðvitað jafnvígur á íslensku og ensku og hefur fylgst vel með í bók-
menntum vestra eins og þorri hinna menningarlega sinnuðu meðal
landnemanna íslensku virðist hafa gert.
Elín Thordarson (2011) leggur út af bókasafni Guttorms í áður-
nefndri ritgerð sinni. Þetta bókasafn var mikið að vöxtum og þar
var að finna mörg öndvegisrit íslenskra bókmennta, bæði Íslend-
ingasögur og verk yngri höfunda, sem og þýðingar verka sem út
komu um miðbik 20. aldar.
En þar var og er líka að finna verk leikskálda heimsins. Það sem
vekur mesta athygli í því samhengi sem hér hefur verið rakið er að
þarna er að finna verk eftir Ibsen, Strindberg, Maurice Maeterlinck
og Eugene O’Neill. Hvenær Guttormur eignast þessi verk skal
ósagt látið, en óneitanlega er freistandi að geta þess til að kynnin af
Maeterlinck sem fékk Nóbelsverðlaun 1911 og var auðvitað ein-
hver mesti áhrifavaldur í bókmenntum á öðrum áratugnum, hafi
verið gjöfulust. Svo er óþarfi að láta sér yfirsjást að Guttormur á
einnig ljóð eftir William Blake sem symbólistar almennt í Evrópu
höfðu í miklum metum (Thordarson 2011: 14).
Ekki er vafi á því að Guttormur hefur verið víðlesinn maður. Í
grein í bókinni Foreldrar mínir, lýsir hann því hversu sólginn hann
var í sögur og ljóð, Hómerskviður, Íslendingasögur, Þúsund og eina
nótt og svo enskan skáldskap (Guttormur J. Guttormsson 1956).
David Arnason hefur vitnað í orð Guttorms sjálfs þess efnis, að eftir
að hann settist að í Riverton hafi hann sett sér fyrir að koma upp
bókasafni með verkum bestu höfunda af ýmsu þjóðerni, ekki aðeins
ljóðum, heldur og prósa, leikritum og hugunum. „Frönsku im-
pressionistarnir draga mig að sér þó að enginn þeirra sé í neinu sér-
stöku eftirlæti hjá mér. Eitt mesta afbragðsskáld sem ég hef nokkru
sinni lesið er William Blake.“22 Hann nefnir síðan Edgar Allan Poe
274 sveinn einarsson skírnir
22 Á ensku hljóðar þetta svo: „The French impressionists have an attraction for me,
although I have no single favourite. One of the most excellent poets I have ever
read is William Blake“ (Haraldur Bessason 1993).
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 274