Skírnir - 01.04.2015, Page 275
275af guttormi
fyrir hans miklu sköpunargáfu, hugmyndaflug og andlega þrótt.
Segist hafa lesið eina íslenska bók á móti einum tíu á ensku og gert
sér að reglu að lesa árlega nokkrar fornsögur, ekki efnis vegna
heldur málsins.
Vestra mun nú verið að rannsaka bréf og dagbækur Guttorms og
er ekki að efa að þar verður hægt að svara betur ýmsum spurningum
sem hér hefur verið velt upp.
Alkunna er að það sem oftast hvetur fákinn hjá leikskáldum er
annars vegar það sem höfundur les, hins vegar það sem hann sér í
leikhúsi. Ekki virðist hafa verið um blómlegt leikhúslíf að ræða í
umhverfi Guttorms. Auðvitað voru leiksýningar í Winnipeg, með -
al annarra íslenskar, því að talsverð starfsemi var þar meðal áhuga-
manna og um 1930 var efnt til samkeppni til að örva leikritun,
að því er virðist á ensku. Sennilega hafa þó aðkomnar farand -
sýningar verið á hærra listrænu stigi; í áhugamannasýningum eru
lítil líkindi til að þar væri fylgt eftir því sem t.d. var að gerjast í evr-
ópsku leikhúslífi á fjórum fyrstu áratugum aldarinnar (The Oxford
Companion to the Theatre 1954: 113–115). Kanadísk leikritun er á
fyrstu áratugum aldarinnar á algjöru byrjunarstigi og sennilega er
fjöldi íslenskra leikrita og leiksýninga upp úr 1880 algjör undan-
tekning meðal fjölþjóða innflytjendanna.23 Þau hjón Guttormur
og Jensína kona hans munu hafa tekið þátt í áhugaleikstarfinu í Ri-
verton.24
Reyndar var bandarísk leikritun ekki heldur fjölbreytt á fyrstu
áratugum aldarinnar, og flest sem skrifað var í raunsæilegum stíl að
breskum fyrirmyndum. En 1915 kemur loks undantekning, sem
síðar hafði mikil áhrif á bandaríska leikritun. Þá eru frumflutt í Pro-
vincetown Playhouse einþáttungar eftir nýtt skáld, Eugene O’Neill.25
skírnir
23 Um þetta er meðal annars fjallað hjá Viðari Hreinssyni (1996: 736, 964; 2002:
229, 287–302). Ennfremur í Sveinn Einarsson, Íslensk leiklist III: 351–361 (í
handriti).
24 Frásögn Heather Öldu Ireland, dótturdóttur Guttorms, í samtali við greinar-
höfund.
25 Annað „hirðskáld“ þessa hóps sem í raun var áhugaflokkur var Susan Glaspell
sem kölluð hefur verið fyrsta konan í bandarískri leikritun. Hún ritaði í
hefðbundnum raunsæisstíl.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 275