Skírnir - 01.04.2015, Síða 277
277af guttormi
skáldið Guttormur J. Guttormsson virðist hafa verið hvað fyrst
vestra til að tileinka sér nýjan stíl og form í leikritun, í stefnu sem á
sama tíma var að gerjast og þróast í Evrópu. Guttormur hlýtur að
hafa haft veður af einþáttungum Maeterlincks sem nefndir hafa
verið, en þeir voru samdir á árunum 1890–95 og bárust til dæmis til
New York um 1895.28 Að minnsta kosti virðist Guttormur hafa
verið dyggur lærisveinn Nóbelsskáldsins, tileinkað sér tæknina og
hinn nýja framsetningarmáta. En hann sýnir þó tvímælalaust
sjálfstæði bæði í efnisvali og þeirri lífsafstöðu sem í leikritum hans
birtist. Hvort hann nokkurn tímann sá eitthvert þessara verka skal
ósagt látið og er fremur ósennilegt. En það rýrir á engan hátt afrek
hans.
Heimildir
Adams, Hazard. 1955. Blake and Yeats: Tthe Contrary Visions. Ithaca, New York.
Blake, William. 1949. Söngvar sakleysisins og Ljóð lífsreynslunnar: Tveir ljóða -
flokkar. Þóroddur Guðmundsson þýddi. Reykjavík: Ísafold.
Bowra, C.M. 1943. The Heritage of Symbolism. London.
Cunliffe, Marcus. 1961. The Literature of the United States (3. útg. breytt). Middle-
sex: Penguin.
Einar H. Kvaran og Guðmundur Finnbogason, ritstj. 1930. Vestan um haf: Ljóð,
leikrit, sögur og ritgerðir eftir Íslendinga í Vesturheimi. Reykjavík: Menning-
arsjóður.
Elín Pálmadóttir. 1967. „Frá bókmenntum til íþrótta.“ Morgunblaðið, 6. ágúst.
Frye, Northrop. 1947. „Yeats and the Language of Symbolism.“ University of To-
ronto Quarterly 17..
Gilman, Richard. 1974. The Making of Modern Drama. New York: Farrar Straus
Giroux.
skírnir
28 L’Intruse var frumflutt í París í Théâtre d’Art 1891, en barst til New York 1895
og aftur 1911 og kallaðist í ensku þýðingunni The Intruder. L’Aveugle sem
frumsýnt hafði verið 1891 þýddi Laurence Alma Tadema á ensku1895 og kallaði
The Sightless. L’interieur var samið 1895 og virðist Richard Hovey hafa þýtt það
þegar 1895, en það hafði verið frumflutt á Théâtre de l’Oeuvre ritunarárið. Vitað
er að meðal bóka Guttorms voru verk eftir Maeterlinck. Fuglinn blái (L’Oiseaux
bleu), sem saminn var 1908 og frumsýndur sama ár hjá Stanislavskíj í Listaleik-
húsinu í Moskvu, var þýddur á ensku og gefinn út í Lundúnum 1909, en í New
York 1918; þýðandinn var Maeterlinck-sérfræðingurinn Alexander Teixeira de
Mattos.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 277