Skírnir - 01.04.2015, Page 285
285athugasemdir og andmæli
sonar síns, meginþemu textans eru ekki greind út frá hugmyndum um
sviðsetningu, og svo framvegis — enda er þetta alls ekki markmið Guðnýjar.
Þá er í greininni fjallað um tengsl minnis og sjálfsmyndar, og hvernig það
sem Guðrún segir og það sem hún segir ekki gefur vísbendingar um hvernig
hún vildi sviðsetja sig. Rætt er um sameiginlegt minni, minnishöllina og
hvernig rýmið stýrir því hvernig Guðrún rekur sögu sína. Þá er fjallað um stíl
og takt sögunnar, áferð textans og stemninguna í honum, og hvað þessi atriði
segja um þá mynd sem Guðrún vill gefa af sér. Í kjölfarið er á fjórum síðum
meðal annars rætt hvernig viðtökusaga textans sýnir að miðlunin á sjálfi
Guðrúnar er nátengd menningunni hverju sinni, ekki bara á 20. öldinni eins
og Guðný rekur, heldur allt til dagsins í dag. Þar með endar greinin. Allt er
þetta utan sagnfræði legrar rannsóknar Guðnýjar, enda annars eðlis og mark -
miðið allt annað — en forsendurnar eru að stórum hluta þær ómetanlegu
upplýsingar sem koma fram í bók Guðnýjar.
Þannig er skýrt að meginefni minnar greinar minnar hefur ekki komið
fram í bók Guðnýjar. Greinin sýnir rannsókn hennar fullan sóma, mikil-
vægi hennar er margundirstrikað, sem og sú staðreynd að með bók Guð -
nýjar hlýtur Guðrún Ketilsdóttir uppreisn æru. Ritstjórarnir gera athuga -
semd við að fyrirsögn greinarinnar, „Upprisa Guðrúnar Ketilsdóttur“ sé
endurvarp niðurstaðna Guðnýjar og virðast ekki átta sig á að fyrirsögnin
vísar einmitt til þeirrar upprisu sem Guðrún Ketilsdóttir hlýtur með bók
Guðnýjar. Á það má benda að Guðný notar ekki sjálf orðið upprisa um
þetta; orðalagið er niðurstaða mín um áhrif bókar Guðnýjar í samhengi
rannsóknarsögunnar.
Efni greinarinnar var lesið yfir af reyndum fræðimönnum fyrir birtingu,
og einhver „yfirvofandi skilningur lesenda“ að þarna birtist afrakstur sagn -
fræðirannsókna minna hefur enga stoð í athugasemdum þeirra. Þau við -
brögð sem við höfum fengið eftir birtingu sýna ennfremur skilning lesenda
á því að þarna sé um að ræða bókmenntafræðilega textagreiningu með
stuðningi þess útgefna sagnfræðilega verks sem einnig er fjallað um og vitnað
til — og hefur raunar vakið löngun þess sama fólks til að lesa bók Guðnýjar.
Þá fullyrða ritstjórarnir þrír að heilli bók hafi verið þjappað saman á
fáeinar blaðsíður. Heldur gera þeir lítið úr stórrannsókn Guðnýjar fyrst
þeir telja hana smættanlega niður á nokkrar síður. Í bók hennar er heil ver-
öld, afar merkileg. Ég tek heilshugar undir hvatningu ritstjóranna þriggja
til fólks að lesa Söguna af Guðrúnu Ketilsdóttur. Verkið er það mikilvægt
að ekki er ólíklegt að út frá því spretti enn fleiri textar og umfjallanir ann-
arra, hvort tveggja í listum og fræðum. Það er óskandi að athugasemdir og
umræða um þau skrif verði vandaðri og yfirvegaðri en athugasemd rit-
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 285