Skírnir - 01.04.2015, Page 286
stjóranna þriggja, og frjósöm samræða mismunandi sjónarhorna fái leyfi
til að spretta upp úr sjálfsævisögu Guðrúnar og þessu merkilega verki Guð -
nýjar Hallgrímsdóttur.
Brynja Þorgeirsdóttir
Athugasemd frá ritstjóra
Athugasemdum ritstjóra Sýnisbóka íslenskrar alþýðumenningar er sjálfsagt
að svara skýrt og skilmerkilega. Brynja Þorgeirsdóttir svarar sjálf því sem að
henni snýr, en í svari hennar kemur vitaskuld fram ein meginástæða þess að
ég ákvað að birta grein hennar í Skírni; hún er bókmenntaleg greining á hinni
gagnmerku sjálfsævisögu Guðrúnar Ketilsdóttur — sem ekki er að finna í
ágætu sagnfræðiverki Guðnýjar Hallgrímsdóttur. Hin meginástæðan var að
mér fannst bók Guðnýjar verðskulda frekari umfjöllun og athygli, svo merki-
leg og ágæt sem hún er. Ritstjórar segja eitt af „vandamálunum“ við grein
Brynju vera að ekki sé ljóst hvers eðlis greinin sé. Erfitt er að taka undir þetta;
greinin er eins og segir í undirtitli um „sjálfsmynd og sviðsetningu í elstu
varðveittu sjálfsævisögu íslenskrar alþýðukonu“ og byggir á útgáfu Guðnýjar
Hallgrímsdóttur. Þetta er frekar skýrt; greinin er bókmenntafræðileg grein-
ing út frá sagnfræðilegri útgáfu Guðnýjar á textanum. Grein Brynju er því um
texta sem gefin er út á bók, sem hún á vitaskuld í samræðu við, og bætir heil-
miklu við. Það er sérkennilegt að amast við slíkri fræðilegri um ræðu. Enn
sérkennilegri er þó sú aðfinnsla að Brynja skuli prenta texta sjálfsævisög-
unnar í heild sinni, og fara sjálf í frumheimildina. Það skal tekið fram að ég
gerði þá kröfu að textinn yrði birtur í heild sinni, og ég hvatti hana líka til að
fara í frumheimildina eftir að í ljós komu ýmsar villur og hnökrar, eins og
gengur og ekkert er óeðlilegt við. Viðkvæmni ritstjóranna vegna þessa er
óþörf og ástæðulaus. Mér fannst nauðsynlegt að lesendur Skírnis hefðu þenn -
an sérstæða texta allan til hlið sjónar við lestur bókmennta fræðilegrar grein-
ingar Brynju. Sömuleiðis er viðkvæmni ritstjóranna vegna kynningarorða
minna óþörf, ekkert er þar sagt sem varpar rýrð á Guðnýju, en þessar fáu
setningar snúast eðlilega um Brynju, (og sama gildir um af mælis færslu á
fés bók sem þeir félagar hnýta í).
Að lokum skal heilshugar tekið undir hvatningu ritstjóranna til lesenda
Skírnis um að lesa Söguna af Guðrúnu Ketilsdóttur, auk hinnar ágætu
greinar Brynju í síðasta hefti Skírnis um og útfrá þeirri bók.
Páll Valsson
286 athugasemdir og andmæli skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 286