Skírnir - 01.04.2016, Síða 20
hæst „þágu fallssýkina“ svokölluðu, þar sem fólk segir mér langar,
mér vantar, mér hlakkar og annað svipað í stað mig langar, mig
vantar, ég hlakka sem er talið rétt. Önnur breyt ing sem er nýrri og
enn sem kom ið er helst áberandi í máli barna og unglinga er hin
svo kallaða „nýja þolmynd“ þar sem sagt er það var barið mig í stað
ég var barin(n) og það var hrint mér í stað mér var hrint. Þriðja
breytingin er svonefndur „eignar fallsflótti“ þar sem notað er mynd
annars falls (venjulega þágufalls) í stað hefð bund innar eignar falls-
myndar; til drottningu, vegna Kristínu í stað til drottningar, vegna
Kristínar.
Ég hef satt að segja engar áhyggjur af þessum breyt ingum eða
öðrum svipuðum. Það skipt ir að mínu mati engu máli hvort menn
segja mig langar eða mér langar— hvort tveggja er íslenska. Mér er
alveg sama hvort menn segja til drottningar eða til drottn ingu, og
mér er líka alveg sama þótt Ólafur Magnússon gefi mjólkurbúinu
sínu nafn ið Kú en ekki Kýr. Í allri málsögunni hefur fallstjórn sagna
og beyging nafnorða verið að breyt ast — sumt af því sem nú er talið
rétt í málinu hefur breyst frá fornu máli, og oft virð ist vera tilvilj-
ana kennt hvaða breytingar hafa verið viðurkenndar og hverjar ekki.
Jónas Hallgrímsson og Konráð Gíslason skrifuðu mig vonar, í
Njáluhandritinu Reykja bók frá um 1300 kemur fyrir eignarfallið
föðurs sem nú er talið rangt, sögnin langa er pers ónuleg í Íslensku
hómilíubókinni frá um 1200, og svo mætti lengi telja.
Það er samt ekki þar með sagt að allar málbreytingar séu óskað -
legar málinu, eða allt sé í lagi að það breytist hvernig sem er. En svo
framarlega sem ekki er hróflað við kerf inu sé ég enga ástæðu til að
hafa áhyggjur af einstökum breytingum. Meðan við höldum áfram
að beygja orð skiptir ekki öllu máli hvaða fall er notað eða hvaða
beyg ingar mynd. En ef við hættum að beygja orð, og beygingakerfið
léti verulega á sjá eins og það hefur gert í öðrum Norðurlanda-
málum, þá væri ástæða til að bregðast við. Slík breyt ing hefði mikil
áhrif á setningagerð og fæli í sér grundvallarbreytingu á öllu yfir-
bragði málsins. Líklegt er að hún myndi leiða til þess að rof yrði í
málinu, þannig að allir textar frá því fyrir breytinguna, allt frá 12. til
21. aldar, yrðu óskiljanlegir þeim sem á eftir kæmu. Þar með værum
við komin í sömu stöðu og t.d. Norðmenn sem verða að lesa Ís-
20 eiríkur rögnvaldsson skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 20