Skírnir - 01.04.2016, Síða 21
21aðstæður íslenskrar málþróunar
lend inga sögur í þýðingum þótt þær séu skrifaðar á máli sem var
sameigin legt okkur og þeim á sínum tíma.
En það er ekkert sem bendir til þess að slíkt hrun sé yfirvofandi.
Þeir sem segja mér lang ar, til drottningu eða til föðurs eru ekkert
hættir að beygja orðin. Einu vísbend ing arn ar sem ég kann ast við
um veiklun beygingakerfisins eru ensk lýsingarorð eins og töff, næs,
kúl og einhver fleiri, sem venjulega eru notuð óbeygð í íslensku.
Sama gerist oft með nýjar slettur í málinu; en ef þær fá einhverja út-
breiðslu falla þær venju lega að meira eða minna leyti inn í beyg-
inga kerfið. Nafnorðin fá a.m.k. kyn og greini, og iðulega fallend -
ingar; sagnirnar fá þátíðarend ing ar og endingar persónu og tölu.
Um þetta má nefna fjölda dæma. Af heiti forritsins Instagram er
komin sögnin insta gramma. Hún gengur fullkomlega inn í íslenska
sagn beygingu — við segjum ég (insta) gramma þetta, við (insta) -
grömmuðum þetta o.s.frv. Af heiti forritsins Snapchat er komið
nafnorðið snapp. Það fær íslenskan framburð, rímar við happ; það
fær hvorug kyn og greini, við tölum um snappið; og það breytir a í
ö í fleirtölu eins og hvorug kyns orð gera, við tölum um mörg snöpp.
Einnig er notuð sögnin snappa, og sögnin gúgla er vel þekkt. Vissu-
lega eru erlendar slettur af þessu tagi oft hafðar til marks um það að
málið sé að fara í hundana. En ég held að það sé ástæðulaust. Það eru
alltaf að koma nýjar og nýjar ensku slettur, en aðrar hverfa í staðinn.
Slettur koma helst inn í máli ung linga og margar þeirra úreldast
mjög fljótt, þótt vissulega lifi sumar áfram. Ef þær sem lifa laga sig
að beygingakerf inu, eins og snapp, fótósjoppa, gúgla og ótal margar
aðrar, þá sé ég ekki að þær valdi miklum skaða.
Ég vil samt leggja áherslu á að með þessu er ég ekki endilega að
leggja blessun mína yfir ýmsar málbreytingar. Ég er ekki að hvetja
til þess að menn hætti að amast við þágu fallssýki eða enskuslettum
— það verður hver að gera upp við sig. Ég er bara að segja að þessar
breyt ing ar skapa enga stórhættu fyrir íslenskuna. Reyndar held ég
að áköf barátta gegn þeim geti verið skaðleg því að hún dregur at-
hyglina frá alvarlegri ógn unum sem fjallað er um í næsta kafla.
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 21