Skírnir - 01.04.2016, Page 22
3. Samfélags- og tæknibreytingar undanfarinna ára
Breytingar á við þær sem rætt er um í kaflanum hér á undan falla
undir það sem á sein ustu árum hefur verið nefnt form vandi tungu-
málsins. En sú hætta sem nú steðjar að ís lensk unni felst ekki síður
í því sem hefur verið nefnt umdæmisvandi. Kristján Árna son pró-
fessor hefur skilgreint hvorttveggja ágætlega:
Formvandinn snýst um val á staðli og formi hans, hvað sé talið rétt og
rangt, við eigandi eða ekki. Hvað telst góð og gild íslenska og hvað ekki?
Hinn vandinn er spurningin um stöðu tungumála hvers gagnvart öðru, í
okkar tilviki auðvitað ís lensku gagnvart öðrum tungum. Þetta er spurning
um notkunarsvið sem kalla má umdæmisvanda. (Kristján Árnason 2001)
Aðalhættan um þessar mundir felst í því að ís lenska missi beinlínis
ákveðin notkunarsvið til enskunnar — annaðhvort vegna þess að
mál not endur kjósi fremur að nota ensku á ákveðnum sviðum, eða
þá vegna þess að þeir séu beinlínis neydd ir til þess af því að íslenska
sé ekki í boði. Kristján Árnason segir í áðurnefndri grein:
Ég er ekki í vafa um að meginvandi íslenskrar málræktar á þeirri öld, sem
nú er ný byrjuð, verður þessi umdæmisvandi. Þetta er spurningin um
sambúð íslensku við aðrar tungur, fyrst og fremst ensku. (Kristján Árna-
son 2001)
Ég er sammála Kristjáni um það að umdæmisvandinn verði megin-
viðfangsefni ís lenskr ar málræktar á 21. öldinni — ef íslenska verður
undir í samkeppninni við ensku hverf ur form vandinn af sjálfu sér,
því að íslenska verður þá aðeins safngripur. En ég held að þessi árin
þurfi að huga vel bæði að formi og umdæmi tungunnar. Áreiti á ís-
lensk una hefur nefnilega vaxið mjög mikið á undraskömmum tíma,
einkum á undan förn um fimm árum eða svo, og mun fyrirsjáanlega
aukast enn á næst unni. Fyrir því eru fjölmargar ástæð ur en þær
helstu eru:
1. Snjalltækjabyltingin. Flestir Íslendingar, a.m.k. yngra fólk,
eiga snjallsíma eða spjald tölvur nema hvorttveggja sé. Í
gegnum þau tæki er fólk sítengt við al þjóð legan menn ingar-
heim sem er að verulegu leyti á ensku, þar er fólk að spila
22 eiríkur rögnvaldsson skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 22