Skírnir - 01.04.2016, Page 25
25aðstæður íslenskrar málþróunar
mikið til að fari að molna úr undirstöðunum. Til að verða öruggir
málnotendur þurfa börn og ung lingar að hafa mikla íslensku í öllu
málum hverfi sínu. Sá tími sem varið er í af þrey ingu, sam skipti og
störf á ensku er að mestu leyti tekinn frá íslensk unni. Við það bæt-
ist að bóklestur á íslensku, sem er ein mikil vægasta aðferðin til að
efla kunnáttu í málinu og til finningu fyrir því, hefur minnk að veru-
lega á undanförnum árum, a.m.k. meðal ungs fólks (Brynhildur
Þór ar ins dóttir, Þóroddur Bjarnason og Andrea Hjálmsdóttir 2012).
Breyt ingarnar gætu auk ið á bæði form vandann og umdæmisvand-
ann og komið fram á a.m.k. fernan hátt:
1. Bein áhrif frá ensku aukast. Þetta getur komið fram á ýmsum
sviðum — áhrifin á orðaforða og merkingu orða eru aug-
ljósust, en einnig má búast við áhrifum á setn ingagerð og
hugsanlega beygingar og jafnvel framburð.
2. Íslenskt ílag minnkar. Snjalltækjanotkun, sjónvarpsáhorf
o.fl. getur leitt til þess að börn á máltökuskeiði heyri minni
íslensku talaða. Afleiðingin gæti orðið sú að íslenskt ílag nægi
ekki til að byggja upp sterkt málkerfi og mál kennd.
3. Notkunarsvið íslensku skerðist. Notkun ensku hefur þegar
aukist, og notkun ís lensku minnkað að sama skapi, á nokkr -
um sviðum — í viðskiptalífinu, í ferða þjónustu, í háskóla-
kennslu, og í margs kyns samskiptum við tölvur.
4. Virðing fyrir tungumálinu minnkar. Ef íslenska verður ekki
nothæf eða notuð á öllum sviðum samfélagsins gæti hún
fengið á sig þann stimpil að vera gamal dags og hallærisleg.
Það gæti svo enn dregið úr notkun hennar.
Það er sameiginlegt öllum þessum atriðum að þau tengjast bæði
formi og umdæmi máls ins. Bein áhrif frá ensku og minnkað íslenskt
ílag varðar vissulega einkum formið, fljótt á litið a.m.k., en þetta
gæti hvorttveggja leitt til aukinnar óvissu um íslenska mál notkun
og þannig stuðlað að því að málnotendur leiti fremur í faðm ensk-
unnar. Skert notk unarsvið málsins og minnkandi virðing varðar
einkum umdæmið, en gæti einnig haft áhrif á formið. En eins og
áður hefur komið fram er það ekki nýtt að hnign un og dauða ís-
lenskunnar sé spáð. Slíkar spár hafa oft verið tengdar tækni nýj ung -
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 25