Skírnir - 01.04.2016, Page 27
27aðstæður íslenskrar málþróunar
Með stafrænum dauða er átt við að tungumál verði undir á net-
inu og í stafrænum sam skiptum. Enginn vafi er á því að þetta er
gagnlegt hugtak, en ýmislegt er enn óljóst í sam bandi við merkingu
þess og notkun. Hvernig er nákvæm skilgreining á staf rænum
dauða? Hvernig lýsir hann sér? Hvað veldur honum? Hvaða mæli -
stikur eða viðmið er hægt að nota til að meta stafrænt lífsmark
tungumála? Er hægt að koma í veg fyrir hann — og þá hvernig?
Leiðir stafrænn dauði óhjákvæmilega til algers dauða, eða getur
tungu mál lifað góðu lífi í raunheiminum þótt það verði undir á net-
inu?
Margar þeirra breytinga á umhverfi íslenskunnar sem nefndar
voru hér að framan tengj ast stafrænum heimi beint eða óbeint. Ef við
viljum gera eitthvað til að bæta lífs skil yrði ís lenskunnar til
frambúðar og auka möguleika hennar á að lifa áfram, bæði í staf-
rænum heimi og raunheimi, tel ég að það mikilvægasta og gagn leg-
asta sem við get um gert sé að gera átak á sviði íslenskrar máltækni.
Með máltækni er átt við margs kon ar tengsl tungu máls og tölvu-
tækni — máltækni gerir okkur kleift að hafa sam skipti við tölvurnar
og nýta þær á ýmsan hátt til að liðsinna okkur við tungumálið.
Skammt er í að alls konar tækj um verði stjórnað með því að tala við
þau — en hvaða tungu mál?
Að óbreyttu er ekki útlit fyrir að hægt verði að tala íslensku við
tækin. Að vísu er ís lensk tal greining í símum með Android-stýri-
kerfi, og tæknilega séð er ekkert því til fyrir stöðu að við notum ís-
lensku í stað ensku í samskiptum við leiðsögukerfið í bílnum okkar,
eða tölum ís lensku við Siri. En til að svo megi verða þarf fé til að
útbúa ákveð in gögn og vinna ákveðna tæknivinnu. Verði þetta ekki
gert er hætta á að íslensk an missi stórt notkunarsvið yfir til ensk-
unnar.
En mál tæknin getur líka komið að gagni á ýmsum öðrum
sviðum. Það er t.d. tæknilega hægt að setja íslenskan texta á allt sjón-
varpsefni, hvort sem það er á Netflix, YouTube eða annars stað ar,
með því að nota talgreiningu og vélrænar þýðingar. Talgrein ir
greinir þá erlenda talið og breytir því í ritaðan texta sem sendur er
til þýðingar for rits. Þýð ingar forritið snarar textanum á íslensku og
getur skrifað hann sem neðan máls texta á skjáinn, eða sent hann til
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 27