Skírnir - 01.04.2016, Page 29
29aðstæður íslenskrar málþróunar
nauð syn leg er til að íslenskan verði gjaldgeng í hinum stafræna heimi.
Kostnaður inn við það er nefnilega ekki nema brotabrot af þeim geipilega
kostnaði sem á okkur mundi falla ef brotnaði undan tungumálinu. (Illugi
Gunnarsson 2015)
Á þingfundi 14. mars 2016 upplýsti ráðherra svo að ríkisstjórnin
hefði efnt til sam starfs við atvinnulífið um átak á sviði máltækni og
unnið væri að ítarlegri verk- og kostn aðar áætlun sem væntanleg
væri með haustinu (Illugi Gunnarsson 2016). Á meðan tifar klukkan
og því hefur verið haldið fram að næstu tvö til þrjú ár geti ráðið úr-
slitum um framtíð íslenskunnar („Íslenska á tölvuöld …“ 2016).
6. Lokaorð
Þótt hér hafi verið lögð áhersla á máltækni er vitaskuld margt fleira
sem skiptir máli. Nauð synlegt er að efla íslenskukennslu á öllum
skólastigum, stórauka þýðingar á íslensku, bæði á bókmennta-
textum og nytjatextum, efla íðorðasmíð, styrkja gerð íslenskra kvik-
mynda og sjónvarpsefnis, efla bókaútgáfu og bóklestur, en ekki síst
vekja Íslendinga til vitundar um stöðu tungunnar og hugsanlegar
aðgerðir.
Íslenska deyr ekki út á næstu fimm eða tíu árum — og ekki á
næstu áratugum, held ég. Hún hefur góða möguleika á að standast
þann þrýsting sem hún verður nú fyrir og lifa fram yfir 2113, og
vonandi gerir hún það. En til þess þarf hún stuðning, og fyrsta
skref ið er að málnotendur — og stjórnvöld — átti sig á þeim gífur-
legu breytingum sem hafa orðið á umhverfi og aðstæðum íslensk-
unnar á örfáum árum, og til hvers þær gætu leitt. Það er vissulega
útilokað að segja til um langtímaáhrif þessara breytinga, en við
getum ekki leyft okkur að loka augunum fyrir þeim. Þegar og ef
hrun verður í tungu málinu, eða það verður ónothæft á mikilvægum
svið um, verður of seint að grípa til aðgerða — glötuð tunga verður
ekki endurheimt. Tím inn er þess vegna dýrmætur og íslenskan á að
njóta vafans.
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 29