Skírnir - 01.04.2016, Page 36
Þórbergur síðan út bókina Hvíta hrafna þar sem tekin voru saman
fyrri kvæðakverin, auk nýrra ljóða. Titillinn sjálfur ber vott um
paródíu en hann er útúrsnúningur á heiti vinsælustu ljóðabókar
þeirra tíma, Svörtum fjöðrumDavíðs Stefánssonar, sem komið hafði
út þremur árum áður og valdið Þórbergi „margra ára óléttuklígju“
að hans eigin sögn (Þórbergur Þórðarson 2010: 26). Sem fyrr er
skopstælingin helsta einkennið á kvæðum Þórbergs en þó hafa hér
fleiri tónar bæst við því að í Hvítum hröfnum má einnig finna
ljóðrænar perlur um ást, missi og mannlega tilvist. Tæpum tuttugu
árum síðar, árið 1941, gefur Þórbergur síðan út Eddu Þórbergs
Þórðarsonar þar sem enn er safnað saman fyrri kvæðum og nokkr -
um nýjum ljóðum bætt við og skemmtilegar en misáreiðanlegar frá-
sagnir af tilurð hvers einasta kvæðis fylgja. Þegar hér var komið
hafði Þórbergur svo að segja gefið ljóðagerð upp á bátinn, ef undan
eru skildar stökur sem hann yrkir við ýmis tækifæri, en fæst við að
endurnýja íslenskar frásagnarbókmenntir af snilld þar sem svo til
hver bók sem hann sendir frá sér telst til tíðinda í íslenskri bók-
menntasögu. Hann getur þó ekki á sér setið að birta fáeinar skop-
stælingar á ‚atómkveðskap‘ á sjötta áratugnum4 og árið 1962 gefur
hann út kverið Marsinn til Kreml, að gefnu tilefni. Hinar nýju
paródíur Þórbergs, sem og ljóðabálkurinn Marsinn til Kreml, voru
birtar í formi viðauka við aðra útgáfu Eddu Þórbergs Þórðarsonar,
í ritsafni hans hjá Máli og menningu árið 1975.
Marsinn til Kreml
Marsinn til Kreml er líklega, eins og áður sagði, flestum gleymdur.
Aðdáendur Þórbergs hafa ekki haft hátt um tilvist kvæðisins og lík-
lega þykir það höfundinum lítt til sóma. Til að mynda skrifar Sig-
urður Þór Guðjónsson (1969) að kvæðið sé „líklega það lélegasta,
sem Þórbergur hefur skrifað“. Bálkinn yrkir Þórbergur beinlínis til
höfuðs skáldinu Hannesi Péturssyni. Hann er viðbragð Þórbergs
36 soffía auður birgisdóttir skírnir
4 Hér er um að ræða kvæðin: „Mislukkað atómljóð“ (1951), „Vaddúddí“ (1952) og
„Inspírasjón“ (1955).
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 36