Skírnir - 01.04.2016, Page 37
37undarleg ósköp
við tveimur ljóða Hannesar sem birtust í ljóðabókinni Í sumar-
dölum sem kom út árið 1959, þegar Hannes var 27 ára gamall. Hér
er annars vegar um að ræða ljóðið „Kreml“5 og hins vegar áttunda
hluta ljóðabálksins „Söngvar til jarðarinnar“ sem hefst á orðunum:
„Undarleg ó-sköp að deyja“. Ljóðið „Kreml“ fjallar um skipbrot
byltingarinnar í Rússlandi en í áttunda hluta „Söngva til jarðar-
innar“ er því afdráttarlaust hafnað að líf sé eftir dauðann.
Eins og kunnugt er voru bæði þessi málefni Þórbergi afar hjart-
fólgin; hann virðist hafa trúað á rússnesku byltinguna fram í rauðan
dauðann (ef ekki lengur) og jafnframt hvikaði hann hvergi í þeirri
afstöðu sinni að annað líf tæki við að lokinni þessari jarðvist. Í
„Bréfi til Kristins“, sem Þórbergur ritar sem inngang að fjórðu út-
gáfu Bréfs til Láru, segist hann hafa gengið „í ljósi tveggja mikilla
opin berana“ á ritunartíma Bréfsins: „Önnur var svo nefnd andleg
mál, hin byltingin í Rússlandi“ (Þórbergur Þórðarson 1950: 221).
Hin andlegu mál voru „guðspeki, yogaheimspeki og spíritismi“ og
Þórbergur nefnir fimm meginþætti sem hann telur aðalatriðin í
kenningum þeirra: „1) þróunarkenningin í megindráttum, 2) per-
sónulegt líf eftir líkamsdauðann, 3) hringrás þróunarinnar, þar í end-
urholdgun, 4) lögmál orsaka og afleiðinga, þar í karmakenningin, 5)
einingarkenningin, þar í fólgið bræðralag mannkynsins“ (Þórbergur
Þórðarson 1950: 222). Um þessi atriði segist Þórbergur vera „jafn-
sannfærður“ þegar hann skrifar „Bréf til Kristins“ árið 1950 og hann
var þegar hann ritaði Bréf til Láru árið 1924 og þrjátíu og fimm árum
síðar, þegar ljóðabók Hannesar kemur út 1959, er hann enn ofur -
viðkvæmur fyrir gagnrýni á þessi málefni. Auðsýnt er að afstaðan
sem fram kemur í fyrrnefndum kvæðum Hannesar hefur hleypt svo
illu blóði í Þórberg að hann finnur sig knúinn til að bregðast við.
Það gerir hann með því að yrkja bálk í sjö hlutum, að nokkru leyti í
frjálsu formi þótt líka sé ort bundið, líkt og í kvæðum Hannesar.
Marsinum til Kreml fylgja hvoru tveggja inngangsorð og skýr -
ingar sem miða að því að útskýra nánar fyrir lesendum efni kvæðis-
skírnir
5 Í Kvæðasafni 1951–1976, sem kom út hjá Iðunni 1977, er ártali bætt við titil
kvæðisins — „Kreml, 1956“ og vísar árið til innrásar Kremlverja í Ungverjaland.
Í fyrstu útgáfu Í sumardölum, sem kom út hjá Almenna bókafélaginu 1959, er
ekkert ártal í titlinum. Hér er stuðst við frumbirtingu kvæðisins.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 37