Skírnir - 01.04.2016, Page 39
39undarleg ósköp
Hér er ort um skipbrot byltingarinnar 1917 sem fjölmargir bundu
háleitar vonir við, líkt og Þórbergur. Tilefni kvæðisins mun vera
innrás Sovétmanna í Ungverjaland 1956 og samkvæmt Nirði P.
Njarðvík (1998: xiv–xv) var kvæðinu „illa tekið af sovétvinum, en
aðrir fögnuðu því að sama skapi“. Njörður telur að hin hörðu
viðbrögð Sovétvinanna hafi að einhverju leyti orsakast af því að í
kvæðinu sem fylgdi næst á eftir í bókinni, „Líkbrennslustöðin í
Dachau“, líkir skáldið útrýmingarbúðum nasista við „„hungurmyrt
dýr“, sem fær ekki lengur fórnarlömb sín til átu“. Njörður (1998: xv)
getur sér þess til að mörgum hafi fundist sem „Hannes væri að
leggja að jöfnu stefnu Sovétmanna og nasista“ með því að nota
myndmál mannáts í báðum kvæðunum. Ekki er ólíklegt að einmitt
þetta atriði hafi reitt Þórberg sérstaklega til reiði þar sem hann var
eindreginn andstæðingur nasismans. Minna má á að árið 1934 skrif -
aði hann greinaflokk í Alþýðublaðið undir heitinu „Kvalaþorsti naz-
ista“ og fékk í október sama ár á sig sektardóm fyrir að „smána
erlenda þjóð“ með þeim skrifum.6
Hitt kvæði Hannesar sem Þórbergur bregst við í Marsinum til
Kreml er eftirfarandi hluti „Söngva til jarðarinnar“.7
VIII
Undarleg ó-sköp að deyja:
hafna í holum stokki,
hendur niður með síðum,
hendur sem hreyfðu lokki,
hvarm struku, flettu bókum,
svaladrykk báru frá brunni,
brauð, vín, hunang að munni.
skírnir
6 Greinaflokkurinn birtist í fimm hlutum á tímabilinu 6. janúar til 3. febrúar 1934
í „Lesbók alþýðu“ sem var þáttur sem Þórbergur sá um í laugardagsútgáfu
Alþýðublaðsins á þessum tíma. Sjá einnig: „Hæstiréttur metur mannorð Hitlers á
200 krónur“ (Alþýðublaðið 31. október 1934) og samantekt: „Æra Hitlers metin
á 200 krónur“ (Alþýðublaðið 1. ágúst 1997).
7 Hér er enn stuðst við frumútgáfuna en í Kvæðasafni 1951–1976 er greinamerkja -
setning með öðru sniði en hér, t.a.m. mun færri kommur í lok hendinga.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 39