Skírnir - 01.04.2016, Page 41
41undarleg ósköp
heimi““.8 Fyrsta hluta ljóðabálks Þórbergs mætti lýsa sem paród-
ískum og gróteskum útúrsnúningi á ljóði Hannesar. Hann beitir
hér því enn sömu aðferð og tæpri hálfri öld fyrr þegar hann yrkir
skopkvæði til höfuðs grátljóðum nýrómantísks skáldskapar:
I.
„Undarleg ó-sköp að deyja“
— og geta ekki dáið,
fá ekki að hafna í holum stokki
með hendur niður með síðum,
hendur, sem hnituðu stafi
um Kreml og útslokknun lífsins,
glasi lyftu með Gunnu,
graut, ýsu og lambakjöt báru að munni.
Að fá ekki að liggja með luktar nasir,
liggja með samfallnar nasir,
sem elskuðu mygluangan,
ilm úr flór og stó,
ilman holds og svita.
Að fá ekki að liggja með ónýt augu,
ónýta spegla lífsins,
né una við ormsmognar hlustir,
sem áður fyrr lauguðust
fílharmoníunnar feiknlega gný
og flissi í heillandi skvísum.
Eins og sjá má tekur Þórbergur mið af ljóði Hannesar með aðferð -
um paródíu og grótesku. Í stað handa „sem sem hreyfðu lokki,
hvarm struku“ og báru „brauð, vín, hunang að munni“ sjáum við
skírnir
8 Þetta minnir á efni skáldsögunnar Höfundur Íslands (2001) eftir Hallgrím Helga -
son þar sem rithöfundur, sem minnir á Halldór Laxness, vaknar upp eftir dauðann
í veröld eigin skáldsögu, sem minnir á Sjálfstætt fólk. Í ljóðabálki Þórbergs er
svipað uppi á teningnum; skáldið deyr — en vaknar ekki upp í holum stokki, eins
og í eigin ljóði — heldur í einhverskonar hliðarheimi við þann sem það lifði áður
í. Lýsingin minnir einnig á frásögn Þórbergs, í tuttugasta og fyrsta kafla Bréfs til
Láru, af því þegar hann var ‚myrtur‘.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 41