Skírnir - 01.04.2016, Page 46
Ljóst má vera að ekki var litið á þennan kvæðabálk Þórbergs sem ‚al-
vöru‘ framlag til bókmennta, engir ritdómar birtust um hann og
eins og fyrr var nefnt minntust dagblöð vinstri manna ekki á út-
komu kversins. En í ritdómi sem skrifaður var í tilefni af annarri
útgáfu Eddu Þórbergs Þórðarsonar, þar sem kvæðið er í viðauka,
gætir umburðarlyndis gagnvart síðustu skopkvæðum Þórbergs:
„Þessi síðari tíma skáldskapur sýnir vel, að Þórbergur Þórðarson
var sjálfum sér líkur — og sjálfum sér trúr — til hinztu stundar. Í
þessum kvæðum er hann enn sem fyrr hæðinn, beinskeyttur, og
hefur lag á að koma lesandanum á óvart“ (VS 1975). Einnig er ljóst
að hörðustu vinstrisinnar voru Þórbergi þakklátir fyrir ‚staðfest-
una‘, til að mynda hælir Brynjólfur Bjarnason (1973: 174) Þórbergi
— í ræðu sem hann hélt á sjötugsafmæli hans — fyrir að láta „múg-
sefjanir auðvaldsins aldrei villa sér sýn“. Sama ár tileinkar Kristinn
E. Andrésson (1973) honum bók sína Ný augu „með virðingu og
þakklátum huga fyrir skilning á alþjóðasjónarmiðum alþýðustétt-
anna og vegna víðsýni, hæfileika og vökullar þrár til að skyggnast í
dulardjúp tilverunnar“. Þess má geta að leikgerð hefur verið gerð
upp úr kvæðabálknum12 og í maí 1975 var kvæðið flutt í heild í rík-
isútvarpinu.13
Enginn vafi leikur á því að viðtökurnar við þessum kveðskap
Þórbergs, sem fer reyndar ágætlega á að kenna við ‚undarleg ósköp‘,
réðust fyrst og fremst af því hvar viðtakendur staðsettu sig á hinu
pólitíska rófi enda forsendur kvæðisins af slíkum rótum sprottnar.
Hannes Pétursson greinir frá því í viðtali árið 1999 að „Kalda stríðið
í bókmenntum [hafi snert sig] nokkuð sem skáld“. Hann nefnir tvö
dæmi, hvort af sínum væng stjórnmálanna:
Þegar Kristinn E. Andrésson gaf út fyrstu bók mína hjá Heimskringlu kom
aldrei ritdómur um hana í Morgunblaðinu, skrifaður á þess vegum. Það var
víst ekki til siðs hjá þeim ritdómara sem þá var aðalritdómari blaðsins að
46 soffía auður birgisdóttir skírnir
12 Höfundar leikgerðarinnar eru Páll Þór Engilbjartsson og Gústaf Gústafsson og
er hún skráð í leikritasafn Bandalags íslenskra listamanna. Engar upplýsingar
koma fram um það hvort leikgerðin hafi verið flutt. Sjá http://leiklist.is/
leikritasafnid/#/play/371
13 Flytjendur voru Birna Þórðardóttir og Einar Ólafsson. Sjá dagskrá ríkis -
útvarpsins 24. maí 1975, t.d. í Morgunblaðinu 16. maí 1975.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 46