Skírnir - 01.04.2016, Page 50
torræðu myndljóðum atómskáldanna og reyndu að sætta hefð og
nýjungar — hafa sum þeirra hlotið nafngiftina „brúarsmiðir“ (Silja
Aðalsteinsdóttir 2006: 94 o.áfr.). Um leið og yngri skáld nýttu sér
marga formeiginleika hefðarinnar, svo sem stuðla og jafnvel rím,
urðu ljóðin aftur vettvangur hugmyndafræðilegra rannsókna; til að
mynda segir Guðmundur Andri Thorsson (2006: 14) að skáld af 68-
kynslóðinni hafi notað „ljóðið eins og hálfgerða rannsóknarstofu
fyrir hugmyndir og orðaleiki. Bæta má við að húmor og innblástur
fundu sér aftur leið inn í íslensk ljóð strax á sjöunda áratugnum og
lifa þar góðu lífi enn í dag. Jafnvel virðist leyfilegt að láta sig dreyma
um betra samfélag. Hvað varðar spurningar um líf eftir dauðann þá
sækja þær enn á fólk nú á dögum þótt spíritisminn hafi þurft undan
að láta frá því á dögum Þórbergs. Það kann því að vera að vonbrigði
Þórbergs með framvinduna á síðustu áratugum liðinnar aldar og
fyrstu árum nýrrar aldar hafi mildast, hafi hann skyggnst yfir sviðið
frá astralplaninu.
Heimildir
Alexander Jóhannesson. 1920. „Nýjar listastefnur.“ Óðinn 16 (1–6): 41–46.
Benedikt Hjartarson. 2005. „„Prrr – prr – prrr – prrr – Reykjavík!“ Þórbergur
Þórðarson og púki fútúrismans.“ Heimur ljóðsins. Ritstj. Ástráður Eysteins-
son, Dagný Kristjánsdóttir og Sveinn Yngvi Egilsson, 50–65. Reykjavík: Bók-
menntafræðistofnun Háskóla Íslands.
Benedikt Hartarson. 2010. „Þjóðlausar tungur: Tilraun um Þórberg, evrópska fram-
úrstefnu og esperantisma.“ „að skilja undraljós.“ Greinar um Þórberg Þórðar-
son, verk hans og hugðarefni. Ritstj. Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Hjalti
Snær Ægisson, 109–133. Reykjavík: Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla
Íslands, Háskólaútgáfan.
Brynjólfur Bjarnason. 1973. „Barátta þessa heims er eilífðarmál.“ Með storminn í
fangið, II, 173–175. Reykjavík: Mál og menning.
Dagskrá ríkisútvarpsins. 24. maí 1975. Morgunblaðið, 16. maí.
„Draugatrú og kommúnismi.“ 1962. [Viðtal við Hannes Pétursson]. Morgunblaðið,
19. desember.
Eysteinn Þorvaldsson. 1980. Atómskáldin: Aðdragandi og upphaf módernisma í
íslenskri ljóðagerð. Reykjavík: Rannsóknarstofnun í bókmenntafræði við
Háskóla Íslands, Hið íslenska bókmenntafélag.
Finnur N. Karlsson. 1991. „Þórbergur og dada.“ Glettingur 1 (1): 18–25.
50 soffía auður birgisdóttir skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 50