Skírnir - 01.04.2016, Side 54
Vesturlandabúa, en þó ekki sem sjálfstæðar þjóðir með eigin sögu
og menningu.1
Þetta áhugaleysi Vesturlandabúa og varanleg áhrif þess á þennan
heimshluta komu vel í ljós á svokölluðum Kaírófundi sem haldinn
var eftir fyrri heimstyrjöldina (12.–30. mars 1921), raunar bæði í
Kairó og Jerúsalem (sjá t.d. „Cairo Conference (1921)“ e.d.). Win-
ston Churchill leiddi fundinn en tilgangur hans var að skipta
þessum heimshluta á milli Vesturveldanna. Veldi Ottómana var þar
skipt upp í þau ríki sem við nú þekkjum, með nokkrum penna-
strikum sem tóku mið af olíu- og viðskiptahagsmunum Vesturveld -
anna. Þar var lítið tillit tekið til samsetningar þessara „nýju þjóða“,
hvað þá þjóðarbrota og ólíkra menningarlegra hefða sem voru nú
innan sömu landamæra. Á Vesturlöndum hefur þessi hagsmuna-
bundna afstaða til heimshlutans haldist allt fram á okkar daga. Í
vestrænum fjölmiðlum hafa því stjórnmál og átök innan þessa
„heims“ jafnan verið skoðuð í samhengi við stjórnmálaumræðu á
Vesturlöndum, til að mynda lengi vel við það valdajafnvægi sem
ríkja átti á milli austurs og vesturs.
Sú hugmynd að ríki Mið-Austurlanda myndu ávallt gæta olíu-
hagsmuna Vesturlanda gjörbreyttist 1973 þegar olíuverð stór-
hækkaði og olíukreppa skall á. Mið-Austurlönd byrjuðu þá að
þrengja sér inn í vitund Vesturlandabúa sem sjálfstætt stjórnmála-
og menningarsvæði, en þessir erfiðleikar afmörkuðust í hugum
Vesturlandabúa við þröngt svið efnahagslífsins. Nokkrum árum
síðar er annað uppi á teningnum og trúarlegir hvatar virðast alls -
ráðandi í fréttum tengdum þessum heimshluta: Íslömsk bylting
verður í Íran (1978–1979), svo ekki sé talað um árásirnar á tvíbura -
turnana í New York 11. september 2001 og atburðina sem fylgt hafa
í kjölfarið, eins og stríðin í Afganistan, Írak, Jemen og Sýrlandi.
Alda hryðjuverka hefur skollið á heimsbyggðinni, þar á meðal í
borgum eins og New York, Boston, London, Madrid, Kaupmanna -
54 sigurjón árni eyjólfsson skírnir
1 Bókmenntafræðingurinn og menningarrýnirinn Edward Said (1978) gerði birt-
ingarmyndum þessa viðhorfs skýr og viðamikil skil í áhrifamikilli bók sinni, Ori-
entalism.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 54