Skírnir - 01.04.2016, Side 58
dregið úr vægi trúarbragða. Hann telur að þessu valdi að vonin sem
bundin var við nútíma og nútímavæðinguna, um betri „hagræddan
heim“, reyndist einungis taka tillit til vissra þjóðfélagshópa en olli
öðrum ómældri þjáningu. Tilvistarvandi mannsins er sem sagt orsök
þess að trúarbrögð hafi eitthvert vægi í samtímanum (Jón Ormur
Halldórsson 1991: 15–16). Þau gefa einstaklingum og hópum merk-
ingu í veruleika sem þeir höndla ekki.
Samkvæmt Jóni Ormi er íslam pólitískara en önnur trúarbrögð
vegna grunnhugmyndar þess um „réttlæti á jörðinni en ekki réttlæti
á himnum“ (Jón Ormur Halldórsson 1991: 75, 181). Í samræmi við
þessa grunnhugmynd rekur Jón sögu íslams, trúr hefðbundinni
söguskoðun. Andstætt gyðingdómi og kristni var íslam frá upphafi
pólitískur átrúnaður (Jón Ormur Halldórsson 1991: 22–23, 38).
Þessu veldur — samkvæmt hinni hefðbundnu framsetningu — að á
tiltölulega stuttu tímabili í Mekka naut Múhameð ekki pólitískra
valda. En eftir flótta hans til Medína tekur hann þar við stjórnar-
taumunum og sameinar því veraldlegt og andlegt vald. Trúin skil-
greinir í kjölfarið alla samfélagsgerðina, jafnt andlegt sem veraldlegt
svið hennar. Það hefur haft afgerandi áhrif því bæði „lögin og sam-
félagsformið frá ríki Múhameðs í Medína hafa verið, beint eða
óbeint, fyrirmynd hinna trúuðu á öllum tímum til okkar daga“ (Jón
Ormur Halldórsson 1991: 23). Þessi áhersla er studd af trúarriti ís-
lams, Kóraninum, sem er holdtekja vilja Guðs.3 Snemma varð sú
hefð ofan á að eldri texta, frá tímabili Múhameðs í Mekka, bæri að
túlka í ljósi þeirra yngri eða arfleifðar Medína-tímabilsins. Þetta
skiptir miklu máli fyrir samfélagsgerðina þar sem Kóraninn er
megin stoðin í íslamskri lagahefð (Jón Ormur Halldórsson 1991: 81–
95).
Hugmyndafræði og trúarkerfi íslams endurspeglar arabískt ætt-
flokkasamfélag. Þannig sameinar trúin fólk í einn ættbálk eða sam-
félag, umma, í Medína. Þar gengu menn „í reynd úr ættbálki um
58 sigurjón árni eyjólfsson skírnir
3 „Kóraninn er sagður vera óbreytt orð guðs […] Það er grundvallaratriði í trú mús-
líma að Kóraninn innihaldi óbreytt orð guðs og að þar megi aldrei neinu við bæta
eða nokkru hnika“ (Jón Ormur Halldórsson 1991: 37). Þessi afstaða hefur gert
sögurýni nokkuð erfitt fyrir að ná fótfestu innan íslam. Um sögurýnina, sjá Sigur-
jón Árni Eyjólfsson 2004: 97–113.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 58