Skírnir - 01.04.2016, Page 59
59birtingarmyndir íslams
leið og þeir gengu til íslams. Þeir gengu ekki í trúfélag, því ekkert
slíkt er í íslam, heldur í ríki, íslamskt lýðveldi. Þarna er aftur komið
að einum meginmun íslams og kristinnar trúar […] engin [eru] skil
milli ríkis og trúar“ (Jón Ormur Halldórsson 1991: 51). Samkvæmt
hefðbundinni framsetningu á sögu íslams hélst þetta fyrirkomulag
á meðan Múhameð lifði og að mestu í stjórnartíð fyrstu fimm ka-
lífanna. En eftir að Múhameð féll frá kom til deilna um það hver
væri réttmætur arftaki hans og við þær deilur klofnaði íslam í tvær
megingreinar sínar, sunni- og shía-múslíma, þar sem þeir síðar-
nefndu voru í minnihluta. Innan hefðar shía-múslíma ríkir sá skiln-
ingur að þótt Múhameð hafi verið síðastur spámanna „hafi hann átt
sér andlega arftaka […] sem kallaðir eru imam […] sem hafa meira
innsæi í eðli guðdómsins en aðrir menn og geta því túlkað Kóran-
inn [… en] þessir menn eru ekki endilega valdamenn í stjórnmálum“
(Jón Ormur Halldórsson 1991: 68–69, 166–168). Shía-múslímar eru
með opnari túlkunarhefð á Kóraninn og gagnrýnni afstöðu til sam-
einingar andlegs og veraldlegs valds en tíðkast innan sunni-hefðar-
innar.
Jón Ormur rekur síðan sögu íslams fram á 20. öld. Að mati hans
eru þrír þættir mótandi í þeirri sögu. Fyrir það fyrsta sú endur-
vakning innan íslams sem átti sér stað með wahabismanum þar sem
lögð er áhersla á ein, heilög lög þar sem gildi Kóransins er miðlægt
svo og pólitískt vægi trúarinnar sem lá stjórnskipun Sádi-Arabíu til
grundvallar. Í annan stað er það skipting ríkis Ottómanaveldisins og
stofnun þeirra ríkja sem nú mynda Mið-Austurlönd. Loks markar
stofnun Ísraelsríkis ákveðin þáttaskil. Að baki allra þessara þátta
skipta efnahagslegir þættir máli og séð er til þess að við stjórnvöl-
inn í þessum löndum séu aðilar sem styggi ekki vestræna hagsmuni
(Jón Ormur Halldórsson 1991: 152–157).
En með þessari stefnu sinni telur Jón Ormur að Vesturveldin
vinni frekar gegn lýðræðisöflum og nútímavæðingu í Mið-Austur-
löndum: „Klofningi arabaheimsins í mörg ríki, stofnuð utan um allt
aðra hagsmuni en hagsmuni arabísks almennings, var ekki einungis
mótmælt á trúarlegum grunni innan íslams, heldur einnig sakir
þjóðernisstefnu, sem stundum blandaðist sósíalisma“ (Jón Ormur
Halldórsson 1991: 156). Slíkar stefnur áttu Vesturveldin erfitt með
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 59