Skírnir - 01.04.2016, Page 60
að styðja, sérstaklega þegar olíuhagsmunir voru í húfi. Nærtækasta
dæmið er Íran þar sem lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum var
bolað frá völdum fyrir tilstilli Breta og Bandaríkjamanna árið 1953
(Jón Ormur Halldórsson 1991: 170–174). Í leit að leið úr viðjum
Vesturveldanna sótti fólk æ meir í trúararfinn og urðu trúarbrögðin
að pólitísku afli með íslömsku byltingunni í Íran. Af framsetningu
Jóns Orms að dæma er ljóst að afskipti Vesturveldanna áttu virkan
þátt í því að kalla hið pólitíska íslam, í sinni öfgafyllstu mynd, fram
á sjónarsvið alþjóðastjórnmála.
Í bók hans Breyttur heimur er að finna sömu áherslur. Þjóðfélög
samtímans einkennast af stjórnmálalegu tómarúmi þar sem „altæk
hugmyndakerfi“ hafa orðið að víkja „fyrir dýrkun ríkidæmis og
neyslu“ (Jón Ormur Halldórsson 2015: 13). Alþjóðavæðinguna ein-
kennir að „kennivald og stigveldi er á undanhaldi“ og að valdakerfið
er tekið úr höndum stjórnmálamanna og sett í hendur „upplýstra
manna“ (Jón Ormur Halldórsson 2015: 18). Hún sé því ófær um að
svala þrá fólks eftir föstum grunni í fortíð, siðferðilegum tilgangi í
lífsbaráttunni og vissu um hvert stefnir. Afleiðing þessa er, að mati
Jóns, að þörfin fyrir „vissu um hópinn sinn, æðri tilgang hans og
væntanlega vegferð hefur […] magnast á ný“ (Jón Ormur Halldórs -
son 2015: 13). Tilfinning fyrir öryggisleysi og varnarleysi gagnvart
umheiminum er nú almenn. Því leita menn skjóls í þjóðernishyggju
og trúarbrögðum er virka sem túlkunarforrit fyrir þá til að ljúka
veruleikanum upp (Jón Ormur Halldórsson 2015: 15, 49). Sam-
kvæmt Jóni Ormi ber hér að huga að tveimur þáttum sem eru sam-
ofnir með undarlegum hætti. Annars vegar er það sú kenning að
þjóðfélagslegir erfiðleikar séu útlendingum að kenna, sem réttlætir
þá tilfinningu fólks að vera fórnarlamb sögunnar (Jón Ormur Hall-
dórsson 2015: 17, 86). Hins vegar eru trúarbrögð „alls staðar að
losna undan sérstökum menningareinkennum einstakra trúarhópa.
Trúin virðist þannig víða vera að skilja sig frá menningunni og verða
um leið almennari og alþjóðlegri. Þetta má sjá einna gleggst í þróun
kristinnar trúar“ (Jón Ormur Halldórsson 2015: 424).
Að mati Jóns hefur orðið öfgakennd þróun innan íslams þar sem
aðgreining veraldlegs og andlegs valds er lítt virt. Rót hennar má
rekja til Sádi-Arabíu og wahabismans en Sádar hafa dyggilega stutt
60 sigurjón árni eyjólfsson skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 60