Skírnir - 01.04.2016, Page 62
siðar má finna opnari túlkunarhefðir á trúararfinum og þar gætir
sterkari aðgreiningar milli andlegs og veraldlegs sviðs. Jón Ormur
telur að hófsamari hreyfingar verði fyrr eða síðar ofan á innan íslams.
Menn muni leitast við að „halda trúnni sem mest frírri frá bæði vest-
rænum og arabískum sérkennum“ og leggja áherslu á „einstak-
lingsbundið samband hins trúaða við það sem hann trúir á“ (Jón
Ormur Halldórsson 2015: 425, sbr. 79–86).
Í riti Magnúsar Þorkels Bernharðssonar, Píslarvottar nútímans,
er sjónum beint að shía-múslímum í Írak og Íran. Þegar nær 1400
ára saga íslams er skoðuð, segir hann koma í ljós að trúarlegir
leiðtogar hafa þar yfirleitt reynt að gera greinarmun á stjórnmálum
og trúmálum. Þessi skil í íslam eru Vesturlandabúum aftur á móti
ekki ljós, þar sem íslam er í senn trúarbrögð og menningarkerfi.
Þessu veldur þar að auki að í Sádi-Arabíu og Íran beita stjórnvöld
sér leynt og ljóst fyrir því að blanda saman trú og stjórnmálum. En
umfram allt ber að huga að þeirri staðreynd að innan hins íslamska
heims er sterk krafa um náið samband trúar og stjórnmála. Þessu
tengjast líka þjóðernishugmyndir, en fulltrúar þeirra nýta sér mark-
visst minni og hugmyndir úr táknheimi trúarbragðanna.5
Helsta ástæðan fyrir þessari löngu hefð meðal shía-múslíma
fyrir að greina á milli stjórnmála og trúar er sú að menn hafi sterka
tilhneigingu til að misnota pólitískt vald og gerast sekir um óréttlæti.
Trúarleiðtogar eigi því ekki að blanda sér í stjórnmál. Vegna þessa
sækja shía-múslímar, í leit að leiðbeiningum og úrskurðum, mjög til
löglærðra trúarleiðtoga. Samhliða þessari afstöðu til stjórnmála-
vafsturs þróast túlkunarhefð á Kóraninum og trúarlegum textum
sem gerir endurtúlkun og „gagnrýna“ afstöðu mögulega (Magnús
Þorkell Bernharðsson 2005: 41–42, sbr. 15–17, 190).
Þessi afstaða til stjórnmála hefur skapað rými fyrir margslungnar
hugmyndir um píslarvætti innan shía-hefðar. Þar gegnir píslarvætti
Husayns, barnabarns Múhameðs, mikilvægu hlutverki en sam-
kvæmt hefðbundnum söguskilningi fór Husayn, í átökunum sem
62 sigurjón árni eyjólfsson skírnir
5 Þekkt er innan fræðanna að þjóðir eru ekki sjálfgefin fyrirbrigði, „heldur búi
þjóðernisstefnan þjóðina til og ekki öfugt“ (Magnús Þorkell Bernharðsson 2005:
34). Sjá einnig Sigurjón Árni Eyjólfsson 2014: 29–69.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 62