Skírnir - 01.04.2016, Page 64
leggur áherslu á að þessi stjórnmálavæðing trúarinnar hafi lengst af
alls ekki verið mótandi þáttur í íslam: „Byltingarkenndar hug-
myndir Khomeinis hafa […] ekki náð að koma á hinu réttláta sam-
félagi. Í augum margra er hreint ekki ljóst að andi og vilji Guðs svífi
frekar yfir vötnunum þar en í öðrum samfélögum“ (Magnús Þorkell
Bernharðsson 2005: 203). Má ætla að þessi skoðun eigi almennt við
þar sem stjórnvöld vilja tryggja alræði einnar sýnar á veruleikann.
Að minnsta kosti gildir það um hugmyndir íslamista sem ber að
túlka sem nútímahugmyndafræði er beinist „ekki gegn nútímanum
heldur er hluti af honum og ákveðið svar við vandamálum hans“
(Magnús Þorkell Bernharðsson 2005: 203).
3 Umræðan í Þýskalandi
Þýski stjórnmála- og íslamfræðingurinn Michael Lüders hefur ritað
margt um málefni Mið-Austurlanda og höfða bækur hans til breiðs
hóps lesenda bæði á Vesturlöndum og í arabaheiminum. Í Wer den
Wind sät (Sá sem sáir í vindinn, 2015) fjallar hann um þátt Vestur-
veldanna, sérstaklega Bandaríkjanna og Bretlands, í þeim vanda sem
ríki í Mið-Austurlöndum glíma við. Eitt umfjöllunarefni Lüders er
trúarleg sýn íslamista, tilurð og áhrif hennar, sem tengist olíuhags-
munum Vesturveldanna. Í viðleitni sinni til að tryggja þá hafi Vest-
urveldin, þvert á vilja almennings, rutt íslamskri öfgatrú leið inn á
svið stjórnmála þessara landa. Um leið og hagsmunum Vesturveld-
anna er ógnað byrjar ávallt sami leikurinn: Áróður hefst í vest-
rænum fjölmiðlum gegn valdhöfum, sem áður voru vinir Vestur -
landa, um að „viðkomandi yfirvöld, hvort sem það eru talíbanar,
Saddam, Gaddafi eða Assad, [séu] djöfullegir í illsku sinni, truflaðir
á geði, fanatískir, hættulegir og njóti ekki stuðnings almennings“
(Lüders 2015: 48, sbr. 37).6 Síðustu áratugi hefur drifkrafturinn í
afstöðu Vesturveldanna verið trú nýfrjálshyggjusinna á alræði
mark aðarins sem Lüders lýsir svo: „Um er að ræða messíaníska
íhaldsstefnu sem hefur það að markmiði að koma á Pax Americana.
64 sigurjón árni eyjólfsson skírnir
6 Sjá einnig Magnús Þorkell Bernharðsson 2005: 89–90 og Todenhöffer 2013: 111–
139.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 64