Skírnir - 01.04.2016, Side 65
65birtingarmyndir íslams
Gildi eins og frelsi, lýðræði og réttarríki eru notuð þessari sýn til
framdráttar og beitt til að þjóna skýrri valdakröfu […] nýfrjáls-
hyggjunnar sem sameini í viðleitni sinni félagslegan darwinisma,
stórmennskubrjálæði og skeytingarleysi“ (Lüders 2015: 48).
Slíkar fullyrðingar virka ef til vill framandi á lesendur en verða
skiljanlegri eftir lestur á umfjöllun Lüders um viðskiptabann Vestur-
veldanna á Írak í valdatíð Saddams Hussein. Afleiðingar þess á líf al-
mennings eru mörgum gleymdar á Vesturlöndum en þær voru
skelfilegar; nægir einungis að geta þess að innan tíu ára frá því það
var sett var barnadauði í Írak — sem hafði verið með þeim lægsta í
heimi — með því mesta sem þekktist. Að mati Lüders (2015: 46) á
að flokka viðskiptabannið sem stríðsglæp.7 Það, innrásin í Írak og
eftir leikur hennar sköpuðu tómarúm sem íslamskir öfgahópar á
borð við al-Kaída og Isis fylltu upp í. Samkvæmt Lüders er hug-
mynda fræðilega lítill munur á þessum hreyfingum og wahabisma.
Ein megin hugmynd þeirra, takfir, er að dæma skuli þann, sem fylgir
ekki útleggingu þeirra á trúnni, sem vantrúaðan. Þann hóp fylla
múslímar sem fylgja m.a. fornum venjum um að virða látna, sýna
heilögum mönnum og englum lotningu og halda í pílagrímsferðir að
gröfum þeirra. Undir slíka siði fellur m.a. áðurnefndur helgileikur
shíta, Taziyeh. Það gefur að skilja að hópur vantrúaðra er því stór,
en þar á meðal eru súfar (íslamskir dulhyggjumenn), shítar eða aðrir
sunnítar, að ekki sé minnst á fólk annarrar trúar og guðleysingja
(Lüders 2015: 28). Annað meginatriði í hugmyndafræði þessara
öfgahópa er hugmyndin um lokauppgjörið í lok tímanna sem er
grundvallandi fyrir draumsýnina um hið íslamska kalífat í Írak eða
Stór-Sýrlandi. Það kallast sjam og þekur lönd kalífadæmis Omajjada
(661–750) og Abbasída sem gerðu Damaskus að höfuðborg sinni.
Það kemur lítt á óvart að Isis nýti sér tákn ættuð úr valdatíð þeirra
eins og svartan fána. Í hugmyndafræði Isis og al-Kaída er komið að
lokauppgjöri við fjandmenn trúaðra og líta þeir á vestræna menn-
ingu og Vesturveldin sem höfuðóvin sinn (Lüders 2015: 84–90).
Þessir lærlingar wahabismans, Isis og al-Kaída, eru nú á góðri leið
skírnir
7 Um viðskiptabannið fjallar Michael Lüders (2012) nánar í bók sinni, Iran: Der
falsche Krieg. Wie der Westen seine Zukunft verspielt.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 65