Skírnir - 01.04.2016, Síða 68
sem brennimerkja alla gagnrýni á íslam sem vestræna íslamófóbíu og
saka jafnvel Salman Rushdie um að hafa ögrað múslímum. Hann
kallaði sem sé yfir sig fatva og dauðadóm sem hann sjálfur verður
að teljast (með-)ábyrgur fyrir“ (Žižek 2015a: 11, 2015b: 18). Þegar
vestrænir frjálslyndissinnar og vinstrimenn leita svo að eigin sekt
eða hins vestræna heims, er slíkri viðleitni mætt með ásökunum um
hræsni, m.a. af íslömskum bókstafstrúarmönnum, því þeir fyrr-
nefndu eru fulltrúar þeirra gilda sem þeir hafna. Þessi skoðun hefur
leitt til lamandi sjálfsritskoðunar meðal menntamanna á Vestur-
löndum og í stað skilvirkrar greiningar og gagnrýni á hugmynda-
heim íslams grípa þeir frekar til þess að bannfæra íslamska öfga -
trúarmenn með klisjunni að þeir hafi í raun ekkert með íslam að
gera (Žižek 2015a: 12, 2015b: 59–60).9
Žižek telur að nær væri að greina og gera upp við hugmynda-
fræði eða trúarhugmyndir íslamista. Ef íslömsk bókstafstrú er borin
saman við búddisma eða Amish-fólkið, sem tekur trú sína alvar-
lega, megi sjá greinilegan mun. Það sé ekki knúið áfram af for-
dómum og öfund gagnvart vantrúuðum, heldur skeytingarleysi: „Ef
bókstafstrúarmenn tryðu því virkilega að þeir hafi fundið sannleik-
ann, vegna hvers ætti þeim þá að finnast vantrúaðir ógna þeim? […]
Andstætt sannri bókstafstrú eru íslamskir hryðjuverkamenn gervi-
bókstafstrúarmenn. Þeir eru knúnir áfram af þrá eftir og jafnvel
heillaðir og blindaðir af lífi hinna vantrúuðu“ (Žižek 2015a: 13).
Þessi þráhyggja opinberi þörf þeirra fyrir raunverulega sannfæringu
eins og vel kemur fram í viðbrögðum þeirra við skopteikningum af
Múhameð. Að mati Žižeks skortir þá sannfæringu um eigið ágæti og
hugmyndakerfis síns. Þessi þversögn birtist í yfirlýsingum leiðtoga
Íslamska ríkisins, en þar segir að hlutverk ríkisins sé ekki að tryggja
félagslegt réttlæti, hvað þá velferð þegnanna, heldur að sjá til þess að
trúarlíf fylgi lögum og reglum: „Hugsið um trúna og þá kemur hitt
af sjálfu sér, það er kenningin“ (Žižek 2015a: 17). Þau svið sem ber
68 sigurjón árni eyjólfsson skírnir
9 Dæmi um slíkan málflutning er t.d. sjónvarpsávarp Obama frá 6. desember 2015:
„Íslamska ríkið talaði ekki máli íslams, heldur væri hreyfingin samansafn fanta og
morðingja, hluti af dauðadýrkandi sértrúarliði sem örlítið brotabrot af þeim ríf-
lega milljarði manna sem játast íslam í heiminum tilheyri“ („Látum ekki óttann
ráða för“ 2015).
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 68