Skírnir - 01.04.2016, Page 69
69birtingarmyndir íslams
að hafa fullt vald yfir eru trú, menntun og samskipti kynjanna. Vest-
rænni menntun er hafnað og þar með allri menntun kvenna þar sem
staður þeirra er innan veggja heimilisins. Frjálsleg umgengni kynj-
anna hvort við annað á Vesturlöndum er úthrópuð sem úrkynjun á
sama tíma og það tilheyrir daglegu lífi Isis-liða að ræna konum og
pína, stunda hópnauðganir og morð á vantrúuðum (Žižek 2015a:
23).
Žižek spyr hvað valdi því að fólk styðji og gangi til liðs við slíkar
öfgastefnur: „Augljóst svar væri að þeir hafa valið vel andstæðing
sinn. Hin frjálslyndu Vesturveldi eru ekki óþolandi vegna arðráns
og valdstjórnar, heldur fyrir það hvernig þau á hæðnisfullan hátt
hylja slíkt framferði með hugsjónunum um frelsi, jafnrétti og
lýðræði“ (Žižek 2015a: 23, 2015b: 54). Í því samhengi fjallar Žižek
um það hvernig áherslan í íslam sé lögð á samfélagið og breytni
fólks en ekki að sama skapi á innri sannfæringu og hugsun einstak-
lingsins. Menn mega hugsa það sem þeir vilja en það veitir aftur á
móti ekki rétt til að bera fram opinberlega sína „trúarlegu og
siðferðilegu sannfæringu og stuðla með því að fólk játi aðra trú […]
þess vegna er múslímum ómögulegt að þegja þar sem slíkt guðlast
er viðhaft“ (Žižek 2015a: 24).10 Málfrelsi, lýðræði og gagnrýni, sér-
staklega á trúna, stefni samfélaginu í hættu, samkvæmt íslam, og því
geti íslamistar ekki liðið það. Það er einmitt háðið sem Charlie
Hebdo er fulltrúi fyrir sem þeir þola ekki. Það er einmitt í háðinu
sem árekstur þessara tveggja heima birtist. Íslamistar geta ekki liðið
að innri sannfæring sé eitthvað sem eigi að bera á torg til að takast
á um, til að hrista upp í samfélaginu og efast um það sem tekið er sem
sjálfgefnu.
Žižek fjallar loks um þann ótta sem krafa vestrænnar menningar
um frelsi, réttlæti, umburðarlyndi og lýðræði vekur hjá íslamistum.
Þessi ótti kemur hvað skýrast fram í sýn íslams og íslamista á kon-
una og hlutverk hennar og skiptir afstaðan til kynlífsins þar miklu.
Konan „er gerð ábyrg fyrir kynferðislegri hegðun karla […] því
karlar ráða ekki við kynhvöt sína“ (Žižek 2015a: 31). Žižek greinir
síðan í ítarlegu máli sálfræðilegar ástæður fyrir þessari stöðu kon-
skírnir
10 Žižek vitnar hér í Asad 2009: 37.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 69