Skírnir - 01.04.2016, Page 72
tæknin hafði fram að færa en tileinkuðu sér ekki þann hugmynda-
heim sem hún sprettur úr. Nálgun þeirra var því yfirborðsleg
(Abdel-Samad 2010: 80) og t.d. frábrugðin afstöðu Japana sem til-
einkuðu sér að fullu heimssýn nútímans, náttúruvísinda, tækni og
sögulegrar afstæðishyggju en tókst samt að halda í siði sína og
menningu. Múslímar hörfuðu aftur á móti inn í hefðina og héldu í
goðsagnakenndar ímyndir um gyllta fortíð íslams sem teflt var fram
gegn veruleika nútímans og vestrænnar menningar. Skiptingin við
og hinir er þar mótandi. Goðsagan um hámenningu íslams á mið -
öldum skiptir hér miklu máli og ekkert tillit tekið til endur skoðunar
og gagnrýni sögulegra rannsókna á þeirri ímynd (Abdel-Samad
2010: 89, sbr. 82–84, 139). Því er sú söguskoðun útbreidd innan hins
íslamska heims að erfiðleikarnir sem hann eigi við að etja stafi af ut-
anaðkomandi áhrifum. Með þeim gleraugum er sagan síðan lesin:
Erfiðleikarnir stafa af krossferðunum, nýlendutímanum og að ekki
sé minnst á Ísraelsríki. Merkilegt er að í þessu samhengi skuli ekki
sem skyldi hugað að þeirri eyðileggingu sem innrás mongóla á 13.
öld olli.
Að mati Abdel-Samad er þessi sögusýn enn mótandi og gerir
fólk blint á það ofbeldi sem beitt hefur verið í nafni íslams í gegnum
söguna og íslamistar beita nú á tímum (Abdel-Samad 2010: 35–54,
60–74). Hún bindur íslam í stöðu eilífs fórnarlambs. Því kemur lítt
á óvart að íslömsk menning og stjórnmál eru gegnsýrð af vitund um
píslarvætti múslima. Abdel-Samad telur þessa sýn hefta nauðsynlega
sjálfsgagnrýni, eins og kemur svo berlega fram í umfjölluninni um
Ísrael og Palestínu, þar sem deilan „stendur um hvor aðilinn sé
meira fórnarlamb“ (Abdel-Samad 2010: 68). Múslímar lendi hér í
vandræðum vegna þjáningargöngu gyðinga og helfararinnar því eins
og Abdel-Samad kemst að orði: „Hér er ég ekki laus við grun um
að margir múslímskir menntamenn í Evrópu, eins og svissneski ís-
lamfræðingurinn Tariq Ramadan, þjáist af helfarar-öfund“ (Abdel-
Samad 2010: 101). Samkvæmt Abdel-Samad er það þessi sýn en ekki
nýlendustefna Vesturveldanna sem veldur stöðnun innan íslamskra
samfélaga (Abdel-Samad 2010: 34). Vegna hennar sé sjálfsgagnrýni
útilokuð og utanaðkomandi gagnrýni jafngildi „stríðsyfirlýsingu
[…] hver tilraun innan eigin raða til að setja spurningarmerki við
72 sigurjón árni eyjólfsson skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 72