Skírnir - 01.04.2016, Page 73
73birtingarmyndir íslams
hið gefna er túlkað sem villutrú eða svik. Hér gildir að því lokaðra
sem samfélagið er þeim mun óvinveittari verður hinn utanaðkom-
andi veruleiki“ (Abdel-Samad 2010: 54).
Samkvæmt Abdel-Samad þarf hinn íslamski heimur að segja
skilið við eftirfarandi þætti til lifa af. Hann þarf að endurskoða
mynd sína af guði, heiminum, andstæðingum sínum, yfirvinna tví-
skiptingu sína í „við“ og „þið“ og rjúfa aðskilnaðarstefnu milli
kynjanna. Endurskoða beri það píslarvættishlutverk sem múslímar
beita fyrir sig til að koma í veg fyrir bæði gagnrýni og sjálfs-
gagnrýni. Virða þurfi niðurstöður sögulegra rannsókna og vinna út
frá þeim að nýrri sögusýn. Einnig verði að taka til róttækrar endur -
skoðunar þær helgisögur, goðsögur og þá hjálpræðissögu íslams
sem finna megi í öllum skólabókum ríkja Mið-Austurlanda. En um-
fram allt verður að greina á milli veraldlegs og andlegs sviðs (Abdel-
Samad 2010: 214, sbr. 188–193). Í samhengi þessa er nauðsynlegt að
nýta hefð trúarbragðagagnrýni í umfjöllun um íslam en ekki leggja
gagnrýni, þótt hörð sé, að jöfnu við íslamófóbíu eða rasisma
(Abdel-Samad 2010: 57, 187, 188).
4.1.2. Íslam, fasismi og Múhameð
Þessum hugmyndum fylgir Abdel-Samad eftir í tveimur næstu
bókum (2014 og 2015). Í upphafi bókarinnar um fasisma og íslam
segir hann að aðgreining á íslam og íslamisma eigi ekki við, heldur
beri að greina á milli íslams og múslíma. Í íslam hafi ætíð verið til
staðar múslímar sem hafna pólitískum metnaði trúarinnar og leggja
áherslu á andlegu hliðina eða aðgreininguna í andlegt og veraldlegt
svið. Þess vegna ræðir Abdel-Samad ekki um „fasískt íslam“, heldur
„íslamskan fasisma“ sem grein innan íslam. Að mati hans spretta
fasismi og íslamismi úr líkum jarðvegi og báðar stefnur grípa til
svipaðra meðala í leit að svörum við vandamálum samtímans
(Abdel-Samad 2014: 20–28, 45, 211).
Til að gera langa sögu stutta er greining Abdel-Samad eftirfar-
andi: Fasisma og íslamisma má skilgreina sem pólitísk trúarbrögð.
Fylgismenn þeirra lifa í þeirri trú að þeir ráði yfir sannleikanum.
Aftur á móti feli upplýsingin og þar með heimsmynd nútímans í sér
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 73