Skírnir - 01.04.2016, Side 74
afmyndun hans því að upplýsingin grafi markvisst undan þeirri
heilbrigðu samfélagssýn að líta á þegna samfélagsins sem hluta af
samofinni heild en ekki sem einstaklinga innan ólíkra hópa. Sá
mannskilningur geri ómögulegt að mynda raunverulega samfélags-
heild. Af þessu leiðir að „skynsemi, persónulegt frelsi og frjáls
hugsun, einstaklingshyggja, mannréttindi, yfirráð yfir eigin líkama
og skoðana- og tjáningarfrelsi“ grafi undan samfélagssýn bæði fas-
isma og íslamisma (Abdel-Samad 2014: 19, 25). Hugmyndinni um
fyrirmyndarsamfélag er annaðhvort komið fyrir í ímyndaðri fortíð
eða framtíð og styrkt með goðsögum um það hvernig samfélaginu
var forðum háttað eða muni síðar verða. Í krafti hennar er heim-
inum skipt í svið góðs og ills, vini og óvini. Samfélagið á að vera
stéttskipt og rík áhersla á leiðtoga sem er alla jafna „karismatískur“
eða býr yfir náðarvaldi, er óskeikull og fylgir heilagri skyldu sinni
við viðkomandi málstað.
Báðar stefnur hafi skýrar hugmyndir um eigið ágæti, sérstöðu
og siðferðislega yfirburði en um leið eru þær berskjaldaðar fyrir
samsæriskenningum þar sem alið er á reiði og hatri í garð and -
stæðinga. Í báðum stefnum er píslarvættið sveipað dulúð og dauð -
inn upphafinn. Íslamistar kenna að ef trúarsannfæring samfélagsins
sé tryggð leysist öll önnur mál svo að segja af sjálfu sér. Eða eins og
Abdel-Samad segir: „Þeir trúa á eilífa baráttu góðs og ills sem muni
ljúka með sigri hins góða. Fyrst þegar ríki guðs hefur verið komið
á, þegar allir hafa snúist til íslamstrúar, muni ríkja friður og vel-
megun“ (Abdel-Samad 2014: 211). Sú sannfæring að pólitísk bar-
átta tilheyri lokauppgjöri milli góðs og ills geri íslamista svo
hættulega. Menn verða að átta sig á, segir Abdel-Samad, að rót þess-
arar hugsunar sé þegar að finna hjá Múhameð, í trúarhefðinni og
Kóraninum, sem hann snýr sér að í bókinni Muhamed: Eine Abrec-
hnung (Múhameð: Uppgjör, 2015).
Að mati Abdel-Samad nægir ekki að siðbæta íslam með því að
greina á milli þess sem stendur í Kóraninum, svonefndra hadith-
sagna af Múhameð og í ævisögu hans. Slíkt er vissulega nauðsynlegt
því mikið af þessu trúarlega efni var tekið saman löngu eftir dauða
Múhameðs (Abdel-Samad 2015: 22–24, 205). Abdel-Samad vill stíga
skrefið til fulls, skoða hefðina gagnrýnum augum, hafna ýmsu og
74 sigurjón árni eyjólfsson skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 74