Skírnir - 01.04.2016, Page 76
rýni til að greina á milli trúartextanna, en umfram allt hugrekkis til
að hafna „röngum“ áherslum í Kóraninum og túlkunarhefð hans.
Vissulega, segir höfundur, eru til staðar ólíkar túlkanir á Kór-
aninum og íslam, en í samtímanum hafa ofbeldisfullar túlkanir náð
yfirhöndinni og hið pólitíska íslam er ráðandi birtingarmynd trú-
arinnar. Að mati Abdel-Samad á hér ekki við að tala um misnotkun
á texta Kóransins, því íslamistar hafa textann oft með sér í bókstaf-
legum útleggingum sínum og þess vegna eigi túlkun hans og jafnvel
endurtúlkun betur við. Henni verði að beita gegn þeirri hug-
myndafræði sem skiptir veröldinni upp í gott og illt, mönnum í
trúaða og vantrúaða og boðar síðan heilagt stríð og heimsyfirráð
(Abdel-Samad 2015: 214–218). Mikilvægur þáttur fyrir slíka túlkun
er trúarbragðagagnrýni sem hafi m.a. getið af sér þá hefð að gera
grín að hvers kyns trú og trúararfleifð. Íslam þarfnist ekki síns
Lúth ers, segir Abdel-Samad, heldur Erasmusar frá Rotterdam, höf-
undar bókarinnar Lof heimskunnar. Í henni tekur Erasmus fyrir
trúna og trúarvenjur samtíma síns af miskunnarlausu háði. Það er
þess sem hinn íslamski heimur þarfnast og því ber að virða skop-
myndir Charlie Hebdo sem gjöf sem múslímar þurfa ekki bara að
læra að meta heldur líka að þakka fyrir (Abdel-Samad 2015: 225).12
4.2 Seyran Ateş
Annar þekktur höfundur í Þýskalandi er lögfræðingurinn, femín-
istinn og mannréttindafrömuðurinn Seyran Ateş. Að eigin sögn er
hún ekki „frumþjóðverji“ (þ. Urdeutsche) heldur Þjóðverji af ann-
arri kynslóð innflytjenda en móðir hennar er tyrknesk og faðirinn
Kúrdi. Seyran Ateş hefur lengst af unnið sem skilnaðarlögfræðingur
og varið konur sem eiga sér svipaðan bakgrunn og hún sjálf. Í kjöl-
far málarekstrar var henni sýnt banatilræði og hvarf hún um hríð frá
lögmannsstörfum en hefur nú tekið þau upp aftur. Starfið mótar
nokkuð framsetningu og efnistök í bókum hennar (Ateş 2011, 2015;
Rommelspacher 2010: 451).13
76 sigurjón árni eyjólfsson skírnir
12 Sjá Erasmus frá Rotterdam 1990.
13 Hamed Abdel-Samad og Seyran Ateş eru bæði meðlimir Deutsche Islamkonfe-
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 76