Skírnir - 01.04.2016, Page 77
77birtingarmyndir íslams
Í riti sínu um fjölmenningu segir Ateş að í stað þess að þýskt
samfélag hafi þróast í að verða fjölmenningarsamfélag, þar sem
gagnkvæmur skilningur ríki milli ólíkra hópa og menningarheima
eða menningarkima, hafi þróast við hlið meirihlutans í þjóðfélag-
inu nokkur aðgreind og lokuð „hliðarsamfélög“ sem styðjist jafn-
vel við eigið löggjafar-, dóms- og framkvæmdavald (Ateş 2015:
16–17). Að mati Ateş er rót þessarar þróunar að hluta til barnaleg
trú mennta-, stjórnmála- og embættismanna á að aðlögun innflytj-
enda að þýsku samfélagi kæmi af sjálfu sér. Til að byrja með var sú
trú studd því að þetta væru farandverkamenn sem myndu snúa
aftur til síns heima, en hafi svo orðið innflytjendur í nýjum heim-
kynnum. Meirihlutasamfélagið virðist fyrst átta sig á þessu þegar
stór hluti þeirra sem tilheyra þriðju kynslóð innflytjenda hvorki
hefur né vill aðlagast. Þetta sé nú raunin meðal tyrkneskra og arab-
ískra innflytjenda sem telja sig tilheyra hliðarsamfélagi og eru
andsnúnir meirihlutasamfélaginu og grunngildum þess. Andstöðu
sína réttlæta þeir með því að vísa til trúar og hefða úr uppruna-
landinu (Ateş 2015: 27–35).
Í samfélagsumræðunni er ýtt undir þessa tilhneigingu þegar ekki
er greint milli innflytjenda eftir uppruna þeirra, þ.e hvort þeir séu
Arabar, Kúrdar, Tyrkir eða komi frá Norður-Afríku, heldur allir
felldir undir yfirhugtakið íslam. Að skilgreina fólk eftir trúar -
afstöðu, þ.e. hvort það er kristið, gyðingatrúar, hindúar, múslímar
o.s.frv., varð áberandi á níunda áratugnum en fékk pólitískt vægi
eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 (Ateş 2015: 26). Í
orðræðunni um fjölmenningu er líka varað við þeirri tilhneigingu að
líta á ólíka menningar- og trúarhópa sem lokaðar heildir og leggja
trú og uppruna að jöfnu við eðli. Slík flokkun leiðir til þess að menn
líta á uppruna, menningarlega arfleifð og trú sem óumflýjanleg
örlög einstaklings, sem beri að skilgreina út frá þeim hópi sem hann
á að tilheyra, en ekki í ljósi þess hvers konar lífi hann eða hún kjósi
að lifa sem einstaklingur (Heins 2013: 157–167).
skírnir
ren, samtaka sem þýsk stjórnvöld stofnuðu árið 2006 til að stuðla að samtali milli
þeirra og múslíma í Þýskalandi, sjá https://de.wikipedia.org/wiki/Deutsche_Is
lamkonferenz.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 77