Skírnir - 01.04.2016, Page 79
79birtingarmyndir íslams
stofnanabundins skeytingarleysis“ (Ateş 2015: 227, 2011: 41–43).
En það skeytingarleysi felur sig bak við grímu fjölmenningarhyggju
og í krafti hennar er t.d. komið í veg fyrir að nemendur öðlist eðli-
lega færni í þýsku til að geta stundað framhaldsnám. Í stað þess að
tryggja það með því að tala einungis þýsku í skólum, þar með á leik-
vellinum, hafa fjölmenningarsinnar varið það að „móðurmál“ barna
skuli hvarvetna virt á skólalóðinni. Í stað þess að mynda sameigin-
legan grundvöll er þannig tryggt að hliðarsamfélögin greini sig ekki
aðeins frá meirihlutasamfélaginu heldur einnig sín á milli (Ateş
2015: 236–238).
Að mati Seyran Ateş kemur raunverulegt vægi mannréttinda í
ljós þegar staða kvenna innan þessara hliðarsamfélaga er skoðuð.
Gera þurfi upp við rótgróna sýn feðraveldisins á hlutverkaskipt-
ingu kynjanna, sérstaklega við menningarlega og trúarlega réttlæt-
ingu fyrir skertum réttindum kvenna. Í bók sinni um þörf íslams
fyrir kynlífsbyltingu rekur Ateş hvernig venjur og ógeðfelldir siðir
eru réttlættir í krafti trúarhefða. Heiður fjölskyldna hvílir hér á
herðum kvenna og er sérstaklega tengdur við meydóm og hrein-
leika (Ateş 2015: 77–89, 2011: 36–37, 95–107). Í feðraveldinu er ein-
staklingurinn og sérstaklega konan undirskipuð heiðri fjölskyld -
unnar og eru nauðungarhjónabönd og heiðursmorð notuð sem
úrræði til að verja hann. Heiðurinn er samkvæmt Ateş hér skilinn
sem ástand sem fólk býr við en sem það á stöðugt á hættu að glata
ef breytni þess er ekki í samræmi við ramma samfélagsins og skil-
greiningar hans samkvæmt trúarlegum textum og hefðum (Ateş
2015: 48–52, 73, 98, 118). Hún vill opnari umræðu um þessi málefni
og uppgjör við þá þætti í trúararfleifðinni sem eru í andstöðu við al-
menn mannréttindi. Reynsla hennar sem skilnaðarlögfræðings veitir
lesendum innsýn í veruleika sem mörgum er hulinn.15 Í þessu sam-
skírnir
15 Í grein eftir Moniku Schröttle (2010: 284, 299) um heimilisofbeldi meðal tyrk-
neskra innflytjenda gagnrýnir hún tilhneigingu til alhæfinga þegar þetta málefni
ber á góma, sem m.a. Seyran Ateş hefur verið sökuð um. Rannsóknir sýna vissu-
lega að konur af tyrkneskum uppruna verða marktækt oftar fyrir heimilisofbeldi
en konur af þýskum uppruna. Rætur þess ber aftur á móti ekki eingöngu að leita
í menningarlegum eða trúarlegum þáttum, hér skipta líka félagslegar, efnahags-
legar og stjórnmálalegar aðstæður máli.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 79